Úrval - 15.12.1980, Síða 97
FJÖRDI VITRINGURINN
95
in, endanlegt val. Var þetta dýrmæt-
asta tækifæri hans eða síðasta
freistingin? Hann var ekki viss.
Aðeins eitt var víst: Að bjarga þessari
hjálparvana stúlku væri svo sannar-
lega kærleiksverk. Og var
kærleikurinn ekki ljós sálarinnar?
Hann tók perluna úr barmi sér.
Aldrei áður hafði hún glitrað svo
skært, stafað frá sér svo viðkvæmum
og fögrum ljóma. Hann lagði hana í
hönd stúlkunnar. ,,Þetta er lausnar-
gjald þitt, dóttir — síðasti dýrgripur-
inn sem ég ætlaði kónginum. ’ ’
Meðan hann talaði dimmdi meir
og skjálfti fór um allan mann-
fjöldann, jörðin lyftist eins og brjóst
þess manns sem berst við óbærilega
sorg. Húsveggir skulfu, steinar skullu
í götuna og rykský fylltu loftið.
Hermennirnir snerust á hæli og flúðu
í dauðans hræðslu. En Artaban og
stúlkan sem hann hafði frelsað grúfðu
sig hjálparvana upp við vegg
varðskýlisins.
Hvað hafði hann að óttast, eða að
lifa fyrir? Hann var búinn að gefa frá
sér síðustu vonina um að finna
konunginn. Leitinni var lokið og hún
hafði mistekist. En einmitt með því
að sætta sig við þessa hugsun fann
hann frið. Það var ekki uppgjöf.
Hann vissi að allt var 1 lagi, því hann
hafði gert sitt besta frá degi til dags.
Hann hafði reynst trúr því ljósi sem
honum var fengið. Hann hafði ieitað
að meiru. Og þótt hann hefði ekki
fundið það, þótt allt hefði mistekist,
þá varð það að vera þannig. Ef hann
gæti lifað líf sitt að nýju, þá vissi
hann að ekkert myndi verða öðruvísi.
Enn kom annar jarðskjálftakippur
og þung þakhella féll niður og á enni
gamla mannsins. Hann lá nú og
hvíldi grátt höfuðið á öxl ungu stúlk-
unnar og blóð vætlaði úr sárinu. Um
leið og hún beygði sig yfir hann og
hélt að hann væri dáinn heyrði hún
rödd sem kom x gegnum annarlega
í ’ ■
I -v.
/