Úrval - 15.12.1980, Page 101
99
HÆTTUM AÐ FLYTJA ÚT REYKINGADREPSÓT'TINA
í skjóli þessarar lagagreinar fluttu
Bandaríkjamenn út óunnið tóbak
árið 1979 fyrir 7.7 milljónir dollara,
en það er aðeins örlítið brot af
heildarútflutningi þeirra. Þess utan
fluttu Bandaríkjamenn út á sama ári
unnið tóbak fyrir andvirði 2.12
billjóna dollara, þar á meðal voru
77.6 billjónir af amerískum sígarett-
um.
Næstum allar ríkisstjórnir sýna ein-
hvern tvískinnung þar sem reykingar
eru annars vegar, vegna þeirra stjarn-
fræðilegu peningaupphæða sem í
veði eru. Bandaríkin eru tóbaks-
framleiðsluland númer tvö (Kína er
númer eitt) og árið 1978 aflaði
bandaríski tóbaksiðnaðurinn tekna
sem voru að upphæð 18 billjónir doll-
ara. Þar af tóku bandarísk stjórnvöld
(ríki og bær) nokkuð yfir 6 billjónir í
skatta. Það er ekki að undra að
deildir innan ríkisstjórnarinnar sem
hafa með uppskeru, viðskiptajafn-
vægi og skattlagningu að gera skuli
styðja við tóbaksframleiðsluna. Til
samanburðar við áðurnefndar fjár-
upphæðir má geta þess að 1979 fékk
bandaríska heilbrigðis- og mennta-
málaráðuneytið litlar 29.4 milljónir
tii ráðstöfunar til þess að kynna
hættur reykinga innan
Bandaríkjanna.
Klofningur persónuleika ríkis-
stjórnarinnar í sambandi við reyking-
ar endurspeglast í tvískinnungi
Bandaríkjamanna í heilbrigðismál-
um.
Amerískar sígarettur sem seldar eru
á innanlandsmarkaði í Bandaríkjun-
um eða til amerískra hermanna
erlendis verða að vera merktar með
eftirfarandi: „Viðvörun: Heilbrigðis-
eftirlitið hefur úrskurðað að
sígaretturreykingar eru hættulegar
heilsu þinni”. Hins vegar þarf ekki
að merkja með slíkum viðvörunum
amerískar sígarettur sem seldar eru á
alþjóðlegum mörkuðum, svo sem í
flugvélum, skipum og öðrum
löndum. Og það sem meira er,
sígarettur sem framleiddar eru
erlendis og/eða undir framleiðslu-
merki amerísku fyrirtækjanna eru oft
miklu banvænni en sígarettur með
sama nafni sem seldar eru í Banda-
ríkjunum. Rannsókn sem nýverið fór
fram leiddi í ljós að meðaltjörumagn í'
Marlboro, Kent, Kool og Chesterfíeld
sígarettum sem framleiddar voru í
Bandaríkjunum var 17.5 milli-
grömm, en í sömu tegundum sem
framleiddar voru á Filippseyjum var
meðaltjöruinnihaldið 31.75 milli-
grömm.
Afleiðingarnar eru þegar farnar að
koma í ljós. Þó að heilsukvillar
tengdir reykingum verði fyrst
skilgreindir eftir að reykingar hafa
verið almennar í að minnsta kosti
tuttugu ár hjá einni þjóð, kom
fram í skýrslu Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar (Who) á síðasta ári að
,,í sumum þróunarlandanna eru
dauðsföll tengd reykingasjúkdómum
orðin slík að fjölda að sambærilegt er
við fjölda dauðsfalla af völdum smit-
sjúkdóma og næringarskorts’ ’.