Úrval - 15.12.1980, Page 103

Úrval - 15.12.1980, Page 103
HÆTTUM AD FLYTJA ÚTREYKINGADREPSÓTTINA 101 sínum stúdenta reykjandi. Tegundin „Diplomat” reynir í auglýsingum sínum að höfða til þeirra sem eru metnaðar- og framagjarnir. Qft getur maður séð auglýsingar utan á afrísku búðarholunum þar sem ritað eru: „Gullnu laufin frá Players eru ætluð afar þýðingarmiklu fólki (VIP)”. Þessir svokölluðu VIPs, sem oftast eru berfættir.hafa svo ekki einu sinni efni á að kaupa heilan pakka, heldur verða þeir að láta sér nægja að kaupa sígaretturnar í lausasölu og þá kostar hver sígaretta allt að 10 sentum. Þannig er nú markaðs- tæknin í þróunarlöndunum. Búskapnum tryggtfjármagn Fjölþjóða sígarettufyrirtækin hafa nú sannfært ríkisstjórnir þróunarlandanna, sem eru orðnar langeygðar eftir erlendum gjaldeyri og reka ríkiskassa sína eftir hungurs- neyðarfjárlögum, um það að ræktun tóbaks í þróunarlöndunum muni í raun leysa allan fjárhagsvanda þeirra — bændurnir muni fá arðbæra uppskeru, ríkiskassinn muni fá nóg í sinn hlut í gegnum tóbaksskatta og landið muni auðgast af erlendum gjaldeyri eftir að útflutningur tóbaks hefur verið hafinnn. Þróunarlöndin hafa svo sannarlega fengið glýju í augun vegna gróða- vonarinnar og þau hafa stutt bændur sína fjárhagslega til þess að ryðja land (4000 dollarar á hvern hektara í Zambíu) og lána þeim síðan peninga til kaupa á tóbaksfræjum, áburði og skordýraeitri. Fjárhagsstuðningurinn er oft kominn erlendis frá. Heims- bankinn í Tanzaníu — sem er að miklu leyti rekinn með stuðningi Bandaríkja- og Bretlandsstjórnar — hefur til dæmis lánað 17 milljónir dollara til stuðnings tóbaksland- búnaði og framleiðslu. Satt er það að bændurnir fá vissar fjárupphæðir í sinn hlut fyrir uppskeru sína, annaðhvort frá sígarettufyrirtækjunum eða frá ríkis- fyrirtækjum, en fyrirtæki þessi eru hluti fjölþjóða fyrirtækjanna og þau eru oftast eini framkvæmda- og þjónustuaðilinn fyrir bændurna. Þar sem markaðurinn sjálfur er á sama hátt einokaður af fyrirtækjunum, þýðir þetta í raun að tekjur bændanna eru að öllu leyti háðar ákvörðunum fyrirtækjanna. Allir smábændur í Malawi til dæmis eru neyddir til þess að selja framleiðslu sína á lágu verði (sem ríkisstjórnin hefur ákveðið) til landbúnaðar- ráðuneytisins og markaðsöflunar- deildarþess. Erlendur gjaldeynr frá tóbakssölu er oft blekkjandi. Mikill hluti ágóðans hverfur í greiðslur leyfis- gjalda til fjölþjóða fyrirtækjanna, greiðslur fyrir innfluttan sígarettu- pappír og greiðslur fyrir umbúðir og vélar. Þessir kostnaðarliðir 1 Zambíu hafa fært jákvæðan vöruskiptajöfnuð vegna tóbakssölu niður í næstum engan gróða. Tóbaksframleiðsla hefur aðrar neikvæðar hliðar. Tóbaksjurtin er jurt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.