Úrval - 15.12.1980, Síða 103
HÆTTUM AD FLYTJA ÚTREYKINGADREPSÓTTINA
101
sínum stúdenta reykjandi. Tegundin
„Diplomat” reynir í auglýsingum
sínum að höfða til þeirra sem eru
metnaðar- og framagjarnir.
Qft getur maður séð auglýsingar utan
á afrísku búðarholunum þar sem ritað
eru: „Gullnu laufin frá Players eru
ætluð afar þýðingarmiklu fólki
(VIP)”. Þessir svokölluðu VIPs, sem
oftast eru berfættir.hafa svo ekki einu
sinni efni á að kaupa heilan pakka,
heldur verða þeir að láta sér nægja að
kaupa sígaretturnar í lausasölu og þá
kostar hver sígaretta allt að 10
sentum. Þannig er nú markaðs-
tæknin í þróunarlöndunum.
Búskapnum tryggtfjármagn
Fjölþjóða sígarettufyrirtækin hafa
nú sannfært ríkisstjórnir
þróunarlandanna, sem eru orðnar
langeygðar eftir erlendum gjaldeyri
og reka ríkiskassa sína eftir hungurs-
neyðarfjárlögum, um það að ræktun
tóbaks í þróunarlöndunum muni í
raun leysa allan fjárhagsvanda þeirra
— bændurnir muni fá arðbæra
uppskeru, ríkiskassinn muni fá nóg í
sinn hlut í gegnum tóbaksskatta og
landið muni auðgast af erlendum
gjaldeyri eftir að útflutningur tóbaks
hefur verið hafinnn.
Þróunarlöndin hafa svo sannarlega
fengið glýju í augun vegna gróða-
vonarinnar og þau hafa stutt bændur
sína fjárhagslega til þess að ryðja land
(4000 dollarar á hvern hektara í
Zambíu) og lána þeim síðan peninga
til kaupa á tóbaksfræjum, áburði og
skordýraeitri. Fjárhagsstuðningurinn
er oft kominn erlendis frá. Heims-
bankinn í Tanzaníu — sem er að
miklu leyti rekinn með stuðningi
Bandaríkja- og Bretlandsstjórnar —
hefur til dæmis lánað 17 milljónir
dollara til stuðnings tóbaksland-
búnaði og framleiðslu.
Satt er það að bændurnir fá vissar
fjárupphæðir í sinn hlut fyrir
uppskeru sína, annaðhvort frá
sígarettufyrirtækjunum eða frá ríkis-
fyrirtækjum, en fyrirtæki þessi eru
hluti fjölþjóða fyrirtækjanna og þau
eru oftast eini framkvæmda- og
þjónustuaðilinn fyrir bændurna. Þar
sem markaðurinn sjálfur er á sama
hátt einokaður af fyrirtækjunum,
þýðir þetta í raun að tekjur
bændanna eru að öllu leyti háðar
ákvörðunum fyrirtækjanna. Allir
smábændur í Malawi til dæmis eru
neyddir til þess að selja framleiðslu
sína á lágu verði (sem ríkisstjórnin
hefur ákveðið) til landbúnaðar-
ráðuneytisins og markaðsöflunar-
deildarþess.
Erlendur gjaldeynr frá tóbakssölu
er oft blekkjandi. Mikill hluti
ágóðans hverfur í greiðslur leyfis-
gjalda til fjölþjóða fyrirtækjanna,
greiðslur fyrir innfluttan sígarettu-
pappír og greiðslur fyrir umbúðir og
vélar. Þessir kostnaðarliðir 1 Zambíu
hafa fært jákvæðan vöruskiptajöfnuð
vegna tóbakssölu niður í næstum
engan gróða.
Tóbaksframleiðsla hefur aðrar
neikvæðar hliðar. Tóbaksjurtin er jurt