Úrval - 15.12.1980, Page 104
102
ÚRVAL
sem krefst geysimikillar umönnunar
og þar með margra handa. í raun tals-
vert miklu meiri umönnunar en
flestar aðrar uppskerujurtir. Á þennan
hátt rænir tóbaksræktunin vinnuafli
og ræktanlegu landi. þar sem hægt
væri að rækta matjurtir, frá
hungruðum þjððum „þriðja
heimsins’ ’.
Til þess að framleiða hið vinsæla,
Ijósa Virginíutóbak verða bændur
„þriðja heimsins” að reykhreinsa
laufin í hlöðum sem kyntar eru með
aðalorkulind þessara landa: eldiviði.
Þessi hreinsun er svo orkufrek að til
þess að hreinsa sem svarar einum
hektara af tóbaki þarf til trjávið af
eins hektara skógarsvæði. Það er þvl
ekki erfitt að geta sér til um það hvert
stefnir með skóga „þriðja heimsins”.
Þar að auki, eftir því sem kemur
fram í WHO, tímaritinu World
Health (tímarit Alþjóðaheilbrigðis-
stofnunarinnar), eru mjög mörg
tóbaksræktunarsvæði , ,þ riðja
heimsins” á mörkum þurrlendis, en
það eru einmitt þau svæði sem eru
hvað viðkvæmust fyrir útþenslu
eyðimerkurlands. En fyrir slíkri
útþenslu flýtir að sjálfsögðu ofneysla
eldiviðar á þessum svæðum. Þessi
þróun í Malawi og Austur-Kenía er
nú þegar ógnvænleg.
Skjótfengni gróðinn frá tóbaki
hefur því ekki einungis skaðvænleg
áhrif á heilsu íbúa þróunarlandanna,
heldur er hann einnig farinn að
krefjast vistfræðilegra fórna. Það er
óhætt að ganga út frá því sem vísu að
þeir sem ágóðann hirða af tóbaks-
framleiðslunni munu ekki taka það
að sér að bæta fyrir þennan skaða,
það mun hver þjóð fyrir sig verða að
gera.
HVAÐ GETUM VIÐ GERT til
þess að draga úr reykingum í „þriðja
heiminum”? Við getum ekki stöðvað
rikisstjómir fátækra landa, sem standa
frammi fyrir gífurlegum fjárhags-
örðugleikum, í því að veðsetja
framtíð þjóðar sinnar fyrir skyndi-
gróða dagsins í dag. Við getum ekki
stöðvað fjölþjóða tóbaksfyrirtækin í
því að hagnast af löglegri sölu á vöru
sinni.
En við getum krafist þess að ríkis-
stjórn Bandaríkjanna hætti að gefa
tóbak undir því yfirskini að þar sé um
tvíhliða aðstoð að ræða. Við getum
einnig krafíst þess að stjórnmálamenn
okkar hjálpi tóbaksbændum til þess
að hætta ræktun tóbaks án þess að
þeir þurfí að líða fyrir það fjárhags-
lega. Að lokum getum við gert leið-
togum okkar það ljóst að við sem
bandarískir skattgreiðendur neitum
að vera samsek þeim í þessu
alþjóðlega braski með heilsu fólks í
gróðaskyni. ★
Forstjórinn við mann sem er að komast á eftirlaun: ..Þetta fyrirtæki
hefur ekki efni á að gefa gullúr, Homer. En hérna er símanúmer sem
alltaf segir rétt til um hvað klukkan er.” J- M.