Úrval - 15.12.1980, Blaðsíða 110
108
URVAL
En Feneyjar eru fyrst og fremst
höfuðborg síkjanna. Þær eru borg
þar sem aðalstrætið er hinn mikli
Grand Canal, en hann er yfir 60
metrar á breidd. Feneyjar eru borg
þar sem fólkið annaðhvort gengur
eða siglir, það ekur aldrei. Upp og
niður Grand Canal, sem bugðast
mjúklega um fjögurra kílómetra leið
ferðast daglega um 70.000 manns,
annaðhvort með vatna-leigubílunum
eða með vatna-strætisvögnunum.
Þessir strætisvagnar fara þarna um á
tíu mínútna fresti, og skila þér hvert á
land sem þú vilt meðfram síkinu fyrir
aðeins 100 krónur.
Feneyjar em alltaf paradís hins fót-
gangandi vegfaranda. Þegar hinn fót-
gangandi kemur til dæmis að síki
finnur hann undantekningarlaust
litla, bogadregna brú sem gerir
honum kleift að komast yfir á hinn
bakkann. I fyrstu virðist þrönga
gatnakerfið annars vegar og bugðótt
síkin hins vegar óendanlega
ruglandi. Samt sem áður kemur
skilningurinn ótrúlega fljótt og áður
en ég veit af er ég farin að ganga 10
til 15 kílómetra daglega, og meira að
segja án þess að villast of oft.
Ég kem auga á rennilegan,
skínandi gondól, konunglegan sem
svartan svan, þar sem hann á faglegan
hátt skríður á milli hárra, dökkra
veggjanna. Innan við smíðajárns-hlið
sé ég hellulagðan bakgarð, aldur
hellnanna gerir það að verkum að þær
glansa, eða það af þeim sem sést fyrir
burknum og laufskrúði. Frá litlu
kaffihúsi berst kaffiangan.
Ég heyri fjarlægt kall stýrimanna
gondólanna: „Gondola! Gondola!”
Ég fylgist með feneysku húsmæðmn-
um, þar sem þær á vandfýsinn hátt
velja sér ávexti og grænmeti úr
ávaxta- og grænmetisbátnum, þær
em allar með skuplu um hárið. Þá sé
ég þvottabát sigla hratt hjá með stafla
að nýstraujuðum þvotti hótelanna.
Þetta em einföldu hlutirnir. Það
sem laðar hjarðir ferðamanna til
Feneyja ár hvert em hinar nafntog-
uðu og frægu menjar þeirra: breiða,
marmaralagða Ríalto brúin yfir Gand
Canal, með öllum sínum fornu
verslunum, hin mæðulega Bridge of
Sighs (Brú stunanna) sem eitt sinn
þjónaði því hlutverki að tengja
dómsalinn og dýflissuna, þannig að
fangar þeir er dóm hlutu gengu um
hana á leið til dýflissunnar; höllin
stórkostlega, Doge’s Palace sem
hlaðin er úr hvítum og bleikum
steini, með framhlið skreytta litkrítar-
myndum sem skiptast niður á 70
boga, en höllin hvílir öll á 36 út-
skornum marmarasúlum; og síðast en
ekki síst laðar Torg heilags
Markúsar ferðamennina til sín.
Torg þetta er rúmur hektari og er
það óumdeilanlega miðpunktur alls
mannlífs Feneyja. Við torgið rís
Campanile turninn um 100
metra hár og virðist hann fylgjast
góðlátlega með iðandi mannlíflnu á
torginu. Verslanir í marmaraboga-
göngum umlykja torgið á þrjár hliðar