Úrval - 01.02.1982, Side 10
8
ÚRVAL
Granby í Colorado. Vel gat verið að
bændabýli væru hér einhvers staðar í
nágrenninu. Hann varð þð að hafa
einhver kennileiti til að fara eftir svo
stúlkurnar færu í rétta átt.
Um það bil 300 metra í burtu var
hár hryggur. Þaðan hélt Barry að
hægt væri að greina einhver kenni-
leiti í fjarska. Connie tðk að sér að
fara og kanna málið. Hún setti sokka
á hendurnar í stað vettlinga og vafði
klút um höfuðið. Svo lagði hún af
stað í skafrenningnum. ískaldur
vindurinn beit hana hægra megin í
andlitið. Við hvert skref var eins og
stungið væri hnífi djúpt inn í bakið á
henni.
Kathy fylgdist með því frá vélinni
hvernig systir hennar barðist við að
komast upp á hrygginn. Að lokum
hrópaði hún sigri hrósandi: „Connie
er komin alla leið!” En svo rétti
Kathy snöggt úr.sér skelfingu lostin.
,,Ó, nei! Hún liggur þarna í
snjónum!”
Þegar Connie var komin upp á
hrygginn sá hún ekkert nema snjó og
aftur snjó. Hún hneig niður í snjóinn
örmagna af þreytu og sársauka. Það
vceri svo auðvelt að sofna bara,
hugsaði hún með sér. Örvæntingar-
full hróp Kathy frá vélinni hvöttu
hana til þess að rísa upp. Klukkan var
orðin hálffjögur þegar hún skreið inn
um dyrnar og inn í vélina aftur. Hún
hafði verið úti í þessu voðalega veðri í
tvær klukkustundir.
Þegar skyggja tók fór Barry að tala
háum undarlegum rómi. „Connie,”
sagði hann, „náðu í kveikjarann í
vasa mínum og kveikjum í flug-
kortunum. Þið verðið að fá einhverja
hlýju.”
Guð minn góður, hugsaði Kathy,
hann er að missa vitið vegna sárs-
aukans.
Connie færðist undan. „Ég get
ekki gert það. Bensínleiðslan er enn
opin. Vélin gæti sprungið í loft
upp!”
„Gerðu eins og ég segi þér,” sagði
faðirinn skipandi röddu.
Connie lét sem hún vissi ekki hvað
hún ætti að gera og fór að leita undir
sætinu og niðri við gólfið. „Ég finn
ekki kortin,” sagði hún. Ef ég bíð
gengur þetta yfir.
Eftir fáeinar mínútur seig Barry
þreytulega saman í sætinu „Farðu
ekki frá okkur, pabbi,” hvíslaði
Connie að honum. „Við þörfnumst
þín.”
Connie greip Biblíuna og fór að
lesa: „Óttist ekki því ég er með yður.
Ég mun veita yður styrk og hjálp. ’ ’
Eftir svolitla stund kallaði Kathy til
Connie. „Er allt r lagi með þig?”
Hún spurði föður sinn sömu
spurningar og síðan Claire og nú
héldu þær uppteknum hætti frá því
kvöldið áður. Svörin komu þó sífellt
dræmar.
I BOULDER VAR Berger á fótum
alla nóttina og stjórnaði leitinni.
Hann vissi að líkurnar fyrir því að
fólkið hefði lifað af flugslysið voru