Úrval - 01.02.1982, Qupperneq 10

Úrval - 01.02.1982, Qupperneq 10
8 ÚRVAL Granby í Colorado. Vel gat verið að bændabýli væru hér einhvers staðar í nágrenninu. Hann varð þð að hafa einhver kennileiti til að fara eftir svo stúlkurnar færu í rétta átt. Um það bil 300 metra í burtu var hár hryggur. Þaðan hélt Barry að hægt væri að greina einhver kenni- leiti í fjarska. Connie tðk að sér að fara og kanna málið. Hún setti sokka á hendurnar í stað vettlinga og vafði klút um höfuðið. Svo lagði hún af stað í skafrenningnum. ískaldur vindurinn beit hana hægra megin í andlitið. Við hvert skref var eins og stungið væri hnífi djúpt inn í bakið á henni. Kathy fylgdist með því frá vélinni hvernig systir hennar barðist við að komast upp á hrygginn. Að lokum hrópaði hún sigri hrósandi: „Connie er komin alla leið!” En svo rétti Kathy snöggt úr.sér skelfingu lostin. ,,Ó, nei! Hún liggur þarna í snjónum!” Þegar Connie var komin upp á hrygginn sá hún ekkert nema snjó og aftur snjó. Hún hneig niður í snjóinn örmagna af þreytu og sársauka. Það vceri svo auðvelt að sofna bara, hugsaði hún með sér. Örvæntingar- full hróp Kathy frá vélinni hvöttu hana til þess að rísa upp. Klukkan var orðin hálffjögur þegar hún skreið inn um dyrnar og inn í vélina aftur. Hún hafði verið úti í þessu voðalega veðri í tvær klukkustundir. Þegar skyggja tók fór Barry að tala háum undarlegum rómi. „Connie,” sagði hann, „náðu í kveikjarann í vasa mínum og kveikjum í flug- kortunum. Þið verðið að fá einhverja hlýju.” Guð minn góður, hugsaði Kathy, hann er að missa vitið vegna sárs- aukans. Connie færðist undan. „Ég get ekki gert það. Bensínleiðslan er enn opin. Vélin gæti sprungið í loft upp!” „Gerðu eins og ég segi þér,” sagði faðirinn skipandi röddu. Connie lét sem hún vissi ekki hvað hún ætti að gera og fór að leita undir sætinu og niðri við gólfið. „Ég finn ekki kortin,” sagði hún. Ef ég bíð gengur þetta yfir. Eftir fáeinar mínútur seig Barry þreytulega saman í sætinu „Farðu ekki frá okkur, pabbi,” hvíslaði Connie að honum. „Við þörfnumst þín.” Connie greip Biblíuna og fór að lesa: „Óttist ekki því ég er með yður. Ég mun veita yður styrk og hjálp. ’ ’ Eftir svolitla stund kallaði Kathy til Connie. „Er allt r lagi með þig?” Hún spurði föður sinn sömu spurningar og síðan Claire og nú héldu þær uppteknum hætti frá því kvöldið áður. Svörin komu þó sífellt dræmar. I BOULDER VAR Berger á fótum alla nóttina og stjórnaði leitinni. Hann vissi að líkurnar fyrir því að fólkið hefði lifað af flugslysið voru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.