Úrval - 01.02.1982, Side 18
16
ÚRVAL
hún ekki einu sinni Karl. Eftir að
hann hefur hagrætt henni í rúminu
og gefið henni eplasafa jafnar hún
sig. Hún er þó ekki lengur fær um að
fara ein á klósettið og Karl vaknar á
þriggja tíma fresti til þess að gefa
henni morfínið og snúa henni í
rúminu.
28. febrúar 1981 aukast þjáningar
Mary enn. Hún á erfítt með að anda
og púlsinn er hraður. Stundum er
hún svolítið rugluð. ,,Mér er heldur
að versna, ” segir hún við Karl.
2. mars 1981 hefur Mary versnað.
Nú á hún aðeins fáa daga eftir. Hún
er tilbúin og henni hefur létt en nú
verður hún allt í einu miður sín af því
að hún sé til óþæginda. Ætti hún
ekki að fara á sjúkrahúsið? Florence
ræðir málið við Karl sem fullvissar
Mary um að hann sé fullfær um að
annast hana. Florence útvegar 8
klukkustunda heimilishjálp fyrir þau
dag hvern til þess að létta undir með
Karli.
Það er kvöld. Mary er mun hressari.
Séra Charles Rodrigues prestur þeirra.
kemur í heimsókn. ,,Charles, þú veist
að ég er að deyja,” segir hún. ,,Ég er
alls ekki hrædd.” Karli líður miklu
betur þegar hann heyrir hana segja
þetta.
3. mars 1981 kemur drengur í
heimsókn, fulltrúi barnanna í kirkj-
unni. Hann færir Mary kort og tólf
rósir. Karl er að koma blómunum
fyrir í eldhúsinu þegar Matt kemur og
biður um að fá eina rós. Síðar gefur
hann móður sinni rósina og kort með
henni. Á það hefur hann teiknað
sjálfan sig með útbreiddan faðminn,
eins og hann var vanur að koma til
hennar þegar hann var mjög lítill og
segja: ,,Ég elska þig mamma, svona
mikið.”
5. mars 1981 eru kvalir Mary
óendanlega miklar. Karl hringir til
hjálparsamtakanna og spyr hvort ekki
sé í lagi að hann gefí henni morfín-
sprautu. Florence býðst til þess að
koma við hjá þeim nokkru seinna en
Karl segir: „Heyrðu mig, Florence,
ég held bara að þú þurfir ekki að
koma. Allt gengur bærilega hér.”
Florence leggur ekki hart að honum.
,,Mary er að deyja og þau komast af
án minnar hjálpar,” segir hún.
8. mars 1981 hefur Mary rúmlega
40 stiga hita og er með óráð annað
slagið. Fólkið hennar — systir,
bróðir, faðir og frænka — koma til
þess að kveðja hana.
9. mars 1981 er Karl áhyggjufullur
út af því að drengirnir kynnu að verða
hræddir ef móðir þeirra deyr heima
hjá þeim. Hann veltir því fyrir sér
hvort hann eigi að flytja hana á
sjúkrahúsið. Samt heldur hann að
hún vilji enn vera heima hjá þeim.
Mary er eins og í draumaheimi, svarar
ekki eða sýnir viðbrögð. Á meðan
Karl er að ræða við hjúkrunarkonuna,
Ruth Mulhern, vaknar hún allt í einu
til lífsins á ný. Nú er kominn tími til
þess að hún fari á sjúkrahúsið, segir
hún. Hún þakkar Karli fyrir allt sem
hann hefur gert fyrir hana og segir
honum að hún elski hann.