Úrval - 01.02.1982, Page 20

Úrval - 01.02.1982, Page 20
18 ÚRVAL — Franklin Russell — HEIM SKAUTA V ORSIN S * * * * ;í/ FTIR bylinn var frostkalt & loftið svo tært að víí stjörnurnar líktust helst hvítum neistum á svörtum himninum. Túndruúlfur gólaði í fjarska. Ég stóð á strönd íshafsins og beið dagrenningar. Sjón- deildarhringurinn baðaðist gullnu ljósi og vinur minn Jim McLean kom út úr tjaldinu okkar. Glitrandi auðnin lá fyrir fótum okkar og sólar- geislarnir léku sér við fjallstindana. „Hvílíkir töfrar,” stundijim. Hreysiköttur í vetrarbúningi gœgtst upp úr holu sinni og lítur yfir hevmskautslandið þar sem allt er byrjaðað þiðna. Þegar hinir dýrðlegu, íslausu dagar runnu upp urðum við vitniað athyglisverðum öldugangi lífskeðjunnar. TÖFRAR Við urðum nú vitni að þessari heimskautadagrenningu vegna óvænts samtals nokkrum vikum fyrr. Þá hafði Jim sagt við mig: ,,Ég er eitthvað svo slappur. Mig langar til þess að öðlast kraft á nýjan leik, en hvemig?” Ég fann fyrir þessu sama og minntist þess hvaða andleg upplyfting það hafði verið fyrir mig þegar ég nokkrum árum áður heimsótti norðurheimskautið. ,,Við skulum fara norður,” sagði ég- Áður en langt leið vom þessi orð mín orðin að vemleika. Báðir áttum við vini meðal heimskautasérfræð- inga, vísindamanna, flugmanna og stjórnsýslumanna. Áður en mánuður var liðinn vomm við lagðir af stað frá Repulse Bay við norður- heimskautsbauginn áleiðis til Gulf of Boothia. Mukta, þegjandalegur eski- mói, var leiðsögumaður okkar og með honum héldum við yfir frosna túndr- una í snjódrífunni. Ákvörðunar- staðurinn var norðan heimskauts- baugs og myndi taka okkur nokkra daga að ná þangað. Nú stóðum við á klettóttum höfða sem skagaði út í íshafíð og horfðum á litríka dögunina. Sólin renndi sér upp fyrir ísilagðan sjóndeildar- 19 hringinn. Næstum sársaukafull þögn þrýsti sér inn í sálir okkar og skilningarvitin fögnuðu henni eftir að hávaði stórborganna hafði um langan tíma deyft þau og svæft. ,,Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni,” sagði Jim, ,,að þetta sé upphaf að einhverju nýju . . .” Einn daginn kom Jim með frosna kúlu til búða okkar. Hún leit út fyrir að vera úr rusli eða grasi, kvistum, steinum og fjöðrum sem alls staðar stóðu út úr henni. Þetta var matar- forði sem hygginn heimskautarefur hafði safnað saman. Ég rak hníf inn í kúluna og náði út fjaðravisk. „Sendlingur,” sagði ég. ,,Hann hlýtur að verpa hér.” Aftur stakk ég hnífnum í kúluna. ,, Selkjöt. Líklega hefur refurinn nælt sér 1 það eftir að ísbjörn hefur drepið selinn.” Ég stakk enn einu sinni í kúluna sem brotnaði sundur. „Þarna er andaregg, tveir andamngar, hálf tylft læmingja og eitthvað sém einna helst lítur út fyrir að vera hálfétinn mávur.” Sólin skein af veikum mætti í gegn- um ský og eitt augnablik fundum við fyrir hlýjunni frá henni. Nú heyrðum við vein, næstum því óp, sem komu einhvers staðar ekki langt undan. Jim benti hærra upp í klettana. Þarna mátti sjá heimskauta- ref með skottið beint upp í loftið eins og flagg. Hann var að grafa af miklum krafti niður í snjóinn. Undan klóm hans komu örvæntingarfull veinin frá læmingjum sem börðust af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.