Úrval - 01.02.1982, Side 22
20
ÚRVÁL
öllum mætti við að komast undan
eftir samanföllnum snjógöngum.
Eftir þetta var alls staðar hægt að sjá
refínn. Við kölluðum hann „draug-1
inn vinalega”.
Næsta dag stóð snjókoma af hafi og
við rákumst næstum á ísbjöm sem
þessa stundina mátti vart greina,
nema ef vera skyldi svart nefíð.
Honum brá líka og gaf frá sér hljóð
svo við hörfuðum aftur á bak í
skelfmgu. En hann var jafnvel
hræddari en við og hljóp í burtu.
Hver dagur rann upp með fyrirheit
um eitthvað nýtt og óvænt. Einn dag-
inn kom skýfall af snjótittlingum nið-
ur úr hvítum himninum, líkast því að
þar féllu krónublöð af fjarlægu
blómi. Snjótittlingarnir settust alls
staðar og byrjuðu að grafa eftir fræ-
kornum frá liðnu sumri, greinilega
mjög hungraðir. Það hafði byrjað að
þiðna, hægt og rólega, en nú breyttist
þíðan í suð, skvamp og á fáeinum
dögum í beljandi straum snjó, íss og
eðju.
Það brast og small í ísnum dag og
nótt. Gæsir komu og settust þar
sem vatnselgurinn breikkaði.
Læmingjarnir, sem voru skelfmgu
lostnir þegar snjógöngin þeirra eyði-
lögðust, komu hlaupandi inn í tjaldið
á flótta undan hröfnum, refum og
fótfráum hreysiköttum. Einn
heimurinn var lagður í rúst fyrir
augum okkar á meðan annar reis.
Við sáum hreysikött, sem enn var
að hálfu leyti klæddur vetrarfeldi
sínum, eltast við héra. Við fylgdumst
náið með eltingaleiknum
— beittar tennurnar stungust á kaf í
hálsinn, blóðið spýttist út.
Geislandi skær birtan gerði allt svo
miklu stærra og veitti okkur nýja
innsýn í það sem fyrir augu bar.
Heimskautsnáttúran kenndi okkur
að sjá, heyra og finna fyrir öllum
hlutum á nýjan og gjörólíkan hátt frá
því sem verið hafði. Þetta var líkast
endurfæðingu — eins og að flytjast
skyndilega til annarrar plánetu þar
sem fyrra líf okkar skipti ekki neinu
máli lengur.
Að kvöldi komu hópar smáfugla og
flugu í hringi yfir búðum okkar:
strandfuglar aðallega, fuglar sem
venjulega héldu sig við strendur,
tjarnir og árbakka austurstrandar-
innar, við Mexíkóflóa og í Karabíska
hafinu, frá Suður-Ameríku og frá
Aftíku og meira að segja allt frá
suðurheimskautinu. Fagur söngur
þeirra örvaði ímyndunarafl okkar.
Fjallalævirkjar og fjallatittlingar svifu
yfir. Vængirnir hreyfðust svo hratt að
vart mátti auga á festa. Söngur þeirra
fyllti loftið. Gæsir og endur sungu
bassann.
Smátt og smátt fórum við að gera
okkur grein fyrir hve tíminn er
dýrmætur. Ekki voru hér nema 60
íslausir dagar og þessum fuglum
gæfist því ekki kostar á að verpa í
annað sinn. Ef egg brotnuðu, eða
hrafnar eða hreysikettir kæmust yfir
þau, var ekkert við því að gera. Jim