Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 23
TÖFRAR HEIMSKA UTA VORSINS
21
komst að raun um að hann gat auð-
veldlega tekið sendlingana upp af
hreiðrum þeirra. Þeir sátu í lófa hans
eins og þeir lægju enn kyrrir á
eggjunum sínum. Rjúpa lagðist tígu-
lega á stígvélið mitt til þess eins að
hindra mig í að koma of nærri hreiðri
makasíns.
Hvað átu fuglarnir? Svarið var að
finna í jörðinni sjálfri. Skordýr ein
geta lifað af heimskautaveturinn og
verið nægilega fljót að fjölga sér til
þess að fæða þennan mikla fugla-
skara sem kemur norður á bóginn til
þess að verpa. Sundhanar frá Afríku
lentu á grunnum tjörnum, hring-
snemst og hrærðu upp moskító-
lirfum sem þeir svo tíndu upp með
nefinu. Fullorðnar moskítóflugur
mynduðu ský yfir grunnum
tjörnunum og ráku fuglana upp af
hreiðrum sínum í leit að máltíð. Þær
gerðu okkur lífið leitt og sömu sögu
var að segja um flugurnar. Hvenær
svo sem svalur vindurinn blés yfir
höfðann dösuðust flugurnar og
moskítóflugurnar og urðu um leið
auðveld bráð fuglanna.
Bjöllur, gljáandi á búkinn, flýttu
sér í gegnum túndmgrasið. En þær
lentu í klónum á risakóngulóm sem
flæktu fórnardýrin í silkineti sínu.
Syfjulegar hunangsflugur komu upp
úr gömlum læmingjaholum til þess
að láta fara vel um sig meðal draum-
sóleyja og fífu, steinbrjóta og blóma
berjalyngsins.
Allt x einu datt mér í hug að skera í
gegnum þumlungsgildan stofn víði-
hríslu, sem var aðeins fet á hæð, og
sýndi Jim þéttan viðinn þar sem
árhringirnir mnnu hver í annan.
,,Kannski er hríslan 400 til 500 ára
gömul,” sagði ég.
,,Columbus,” sagðijim.
Ég kinkaði kolli. Ef þetta tré hafði
sprottið upp af fræi á þessum eyðilega
stað árið sem Columbus kom til Nýja
heimsins hékk lífið hér á heimskauta-
svæðinu síður en svo á bláþræði eins
og við höfðum haldið. Það var tryggi-
lega um það búið í milljón alda
gömlum vefi.
Hér, þar sem líf og dauði skiptust
á, var hvert dauðsfall þýðingarmikið.
Neyðaróp kvað við ofan úr dimm-
bláum himninum. Islandsfálki hafði
barið niður hraðfleygan kjóa. og
réðst að honum á yfir 240 kílómetra
hraða. Kjóinn hringsnerist í loftinu
x fjaðradrífu. Læminginn, sem hann
hafði haldið á, féll en fálkinn var ekki
lengi að grípa hann og fljúga með
hanní burtu.
Heimskautið var að reyna að segja
okkur að hræðsla okkar við dauðann
væri á misskilningi byggð, við skildum
ekki tilgang lífsins. Læmingjunum
fækkar ekki þrátt fyrir blóðbaðið,
þeim fjölgar augsýnilega, hver
ættliður tekur við af öðrum. Þeir voru
í reynd uppspretta svo að segja alls
annars lífs á þessum slóðum.
Á meðan náðu enn aðrir unglingar
fullorðinsaldri. Andarungar, sem
höfðu ekki verið annað en fiður-
hnoðrar á gmnnum tjörnum, voru
farnir að reyna vængina. Gæsarungar