Úrval - 01.02.1982, Side 24

Úrval - 01.02.1982, Side 24
22 ÚRVAL nauðlentu í tilraunafluginu. Ungir strandfuglar hópuðust saman tilbúnir til að hefja langt flug sitt til annarra staða. Sumarlokin voru jafndýrðleg og sérkennileg og sá tími sem við höfðum eytt til þessa á heimskautinu. í loftinu mátti fínna merki þess að vetur nálgaðist á ný — líkast því að köld hönd nálgaðist andlit okkar. Mistur reis upp af hafinu og í gegn- um það skein sólin í margbreyti- legum litum. Marglitir geislarnir titr- uðu og dönsuðu á vatnsborðinu. Þetta kvöld reis daufur, gullinn bjarmi frá norðri, breyttist í blátt, grænt og rautt og breiddist út í 160 kílómetra breiðan geisla — norðurljósin. Fleiri litir komu úr austri og sameinuðust þessum geisla. Norðurljósin fléttuðust saman. Tunglið kom upp bak við þau og á því mátti greinilega sjá skuggana af gígunum. Túndruúlfur ýlfraði í fjarska. Ösjálfrátt tókumst við í hendur og hlógum. ,,Nú skulum við halda heim á leið,” sagðijim. ★ íþróttafréttamaður í litlum bæ átti að senda beina lýsingu af knattspyrnuleik í útvarpið. Þar var um að ræða háskólalið frá Indiana og heimamenn. Til þess að glöggva sig á leikmönnum í gestaliðinu hafði hann teiknað upp stöðu hvers fyrir sig á vellinum og númer. Einnig skrifaði hann nöfn þeirra vandlega niður. í fyrstu gekk allt vel en svo fór að rigna, minnisblaðið blotnaði og blekið rann í einn graut, auk þess sem skítur ýrðist á leikmennina svo ógerlegt var að sjá hvaða númer hver hafði. Honum reyndist samt auðvelt að þekkja leikmenn heimaliðsins en eina nafnið sem hann hafði úr gestaliðinu var Blansky bakvörður. Þar sem fréttamaðurinn vissi að heimamenn myndu tæplega þekkja gestina og líka það að útsendingin náði ekki til heimaslóða gestanna skáldaði hann miskunnarlaust upp nöfn þeirra nema Blansky. Og nafn hans notaði hann í tíma og ótíma. Daginn eftir fékk hann símhringingu frá þjálfara gestaliðsins sem þakkaði honum fyrir góða frammistöðu — það var bara eitt: Blansky hafði fótbrotnað í fyrri hálfleik og meðan síðari hálfleikur fór fram var hann á sjúkrahúsi þar sem hann hlustaði á hve hann stóð sig frá- bærlega vel á vellinum. — A.K.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.