Úrval - 01.02.1982, Page 24
22
ÚRVAL
nauðlentu í tilraunafluginu. Ungir
strandfuglar hópuðust saman tilbúnir
til að hefja langt flug sitt til annarra
staða.
Sumarlokin voru jafndýrðleg og
sérkennileg og sá tími sem við
höfðum eytt til þessa á heimskautinu.
í loftinu mátti fínna merki þess að
vetur nálgaðist á ný — líkast því að
köld hönd nálgaðist andlit okkar.
Mistur reis upp af hafinu og í gegn-
um það skein sólin í margbreyti-
legum litum. Marglitir geislarnir titr-
uðu og dönsuðu á vatnsborðinu.
Þetta kvöld reis daufur,
gullinn bjarmi frá norðri, breyttist í
blátt, grænt og rautt og breiddist út í
160 kílómetra breiðan geisla —
norðurljósin. Fleiri litir komu úr
austri og sameinuðust þessum geisla.
Norðurljósin fléttuðust saman.
Tunglið kom upp bak við þau og á
því mátti greinilega sjá skuggana af
gígunum. Túndruúlfur ýlfraði í
fjarska.
Ösjálfrátt tókumst við í hendur og
hlógum.
,,Nú skulum við halda heim á
leið,” sagðijim. ★
íþróttafréttamaður í litlum bæ átti að senda beina lýsingu af
knattspyrnuleik í útvarpið. Þar var um að ræða háskólalið frá Indiana
og heimamenn. Til þess að glöggva sig á leikmönnum í gestaliðinu
hafði hann teiknað upp stöðu hvers fyrir sig á vellinum og númer.
Einnig skrifaði hann nöfn þeirra vandlega niður. í fyrstu gekk allt vel
en svo fór að rigna, minnisblaðið blotnaði og blekið rann í einn
graut, auk þess sem skítur ýrðist á leikmennina svo ógerlegt var að sjá
hvaða númer hver hafði. Honum reyndist samt auðvelt að þekkja
leikmenn heimaliðsins en eina nafnið sem hann hafði úr gestaliðinu
var Blansky bakvörður.
Þar sem fréttamaðurinn vissi að heimamenn myndu tæplega
þekkja gestina og líka það að útsendingin náði ekki til heimaslóða
gestanna skáldaði hann miskunnarlaust upp nöfn þeirra nema
Blansky. Og nafn hans notaði hann í tíma og ótíma.
Daginn eftir fékk hann símhringingu frá þjálfara gestaliðsins sem
þakkaði honum fyrir góða frammistöðu — það var bara eitt: Blansky
hafði fótbrotnað í fyrri hálfleik og meðan síðari hálfleikur fór fram
var hann á sjúkrahúsi þar sem hann hlustaði á hve hann stóð sig frá-
bærlega vel á vellinum.
— A.K.