Úrval - 01.02.1982, Síða 29
27
HÚN FÉLL í ÞJÓFAHENDUR
Tanner leit d hana og vissi undir eins að hún var
dýrgnpurinn sem hann hafði leitað að alla ævi. Til að
geta rdðstafað henni að vild þurfti hann bara að smygla
henniyfir landamœrin.
HÚNFÉLL
!
ÞJÓFAHENDUR
— Robert Edmond Alter —
ENNIRNIR sex, sem
unnu fyrir okkur, mok-
uðu hörðum, ösku-
kenndum jarðveginum
ofan af nokkrum flötum
steinum. Eg sat uppi á vegg þar rétt
hjá og fylgdist með verkinu. Tanner,
félagi minn, lá inni í tjaldi. Hann
fékk malaríuköst við og við. Ljósa-
skiptin flæddu niður jórdönsku
hæðirnar og fyrstu regndropa-
hlussurnar skullu á skrælþurri
jörðinni. Hassin, foringi þeirra, rétti
úr sér og glotti til mín. Þeir höfðu
mokað ofan af ferhyrndu steingólfí
eða þaki, um það bil 20 sinnum 15
fet. Ég settist á hækjur mér hjá þeim
til að athuga þetta nánar.
Þetta var þak, lagt af löngu
gengnum handverksmönnum ætlað
til að standast aldir rykfallinnar
gleymsku.
,,Gott,” sagði ég við Hassin.
, ,Taktu einn hornsteininn. ’ ’
Arabarnir lyftu upp einni þessara
gríðarlegu steinhellna. Ferhyrnt, svart
gímald blasti við. ,,Komið með stiga
og kastljós,” sagði ég. ,,Þú og
mennirnir bíðið hérna uppi. Er það
skilið? Gefðu þeim sígarettur. ’’
Þetta gímald var í rauninni ekki
rakt. Það voru kuldinn og myrkrið
sem gerðu það að verkum að manni
fannst það. Ég skalf af kulda. Ég lét
ljósið leika um gamla steinveggina,
— Stytt úr ,,Alfred Hitchcock presents: The master’s choice” —