Úrval - 01.02.1982, Page 42
40
Nú, árið 1959, var hann næstum níu
ára gamall — 60 ára reiknað í manns-
árum. í 18 mánuði hafði hann dvalist
í dýragarðinum, hættur fyrri störfum,
og hann hafði sloppið við að falla
fyrir byssukúlu (sem er venjulegasti
dauðdagi gamalla sleðahunda) vegna
þess að enginn gat fengið sig til þess
að taka þennan fræga heimskauta-
hund af lífx.
Ég stóð í barnahópnum og horfði
aðdáunaraugum á þennan glæsilega
hund en gulur og svartur feldur hans
glitraði í sólskininu. Fyrir fáeinum
dögum hafði verið hringt til mín frá
áströlsku heimskautastöðinni Wilkes
á Suðurskautslandinu. Ég átti að taka
að mér stjórn rannsóknarleiðangurs
stöðvarinnar árið 1960 og þeir vildu
að ég kæmi með nýtt blóð x Wilkes-
sleðahundana. Þar var nú aðeins einn
hundur eftir og þrjár tíkur og í meira
en ár hafði enginn hvolpur fæðst.
,,Hvað um Óskar?” spurði ég
Phillip Law, yfirmann heimskauta-
deildar innanríkisráðuneytisins í
Melbourne.
,,Hann er orðinn of gamall,”
svaraði Law. „Tennur hans eru
orðnar slitnar og líklega getur hann
ekki lengur fjölgað hundakyninu. ’ ’
Þegar ég sá einmanalegan og
hnugginn svipinn á Óskari í dýra-
garðinum hugsaði ég með mér að
hann myndi ef til vill yngjast upp og
verða hamingjusamur á nýjan leik ef
hann fengi að snúa aftur til þess lífs
sem hann eitt sinn þekkti. Þegar svo
leiðangurinn sigldi af stað í janúar
ÚRVAL
1960 var Öskar með okkur, bundinn í
búrinu sínu á þilfarinu.
Á meðan skipið barðist við storma
og öldur hringaði Öskar sig aðeins
upp og svaf hinn rólegasti. Efasemdir
komu upp í huga mér. Var þessi
gamli vinur orðinn of langt leiddur
til þess að þola erfiði heimskauta-
lífsins?
Öskar var fæddur á áströlsku
stöðinni á Heard Island árið 1951 í
verstu stórhríð og stormi ársins. Hann
var blanda af Labrador- og Græn-
landshundi og í honum réð mestu
sjálfstæði Labradorhundsins. Strax
sem hvolpur var hann greinilega
hlédrægur en stoltur og á margan
hátt ólíkur hinum hundunum.
Aldrei sást hann flaðra upp um menn
né heldur sýna ótta, eins og margir
sleðahundar gerðu, en á hinn bóginn
var hann ávallt trúr húsbændum
sxnum.
Þegar skipið tók að nálgast Wilkes,
sem reis upp eins og hvítur vegar-
tálmi við sjóndeildarhringinn í suðri,
fór Öskar að verða órólegur. Ef til vill
skynjaði hann spennunna meðal
mannanna um borð og hann festi nú
augun á kunnuglegu snæviþöktu
landslaginu framundan.
Minnti þetta hann á eitthvað?
Kannski mundi hann eftir hinni
miklu 740 kílómetra ferð frá Mawson-
stöðinni til Prince Charles Mountains
árið 1956? í þessari erfiðu ferð hafði
Mac, foringi sleðahundanna, dottið
niður dauður og tveir hundar til við-
bótar drápust úr þreytu. Óskar var