Úrval - 01.02.1982, Page 43
SLEÐAHUNDURINN ÓSKAR
41
þar með orðinn foringi í fyrsta sinn og
aðeins hann og tveir aðrir sleða-
hundar lifðu af sögulega ferðina til
baka til Mawson. Á meðan Öskar
dvaldist þarna lagði hann að baki yfir
5900 kílómetra. Hann var svo sendur
til Davis-stöðvarinnar á Vestfold Hills
árið 1957 í byrjun alþjóðlega
jarðeðlisfræðiársins og varjþar foringi
hundanna á 1760 kílómetra löngum
ferðalögum og vann meira að segja til
verðlauna, með áletruninni ,,Óskar
konungur”, sem aðdáendur hans
meðal landkönnuðanna veittu
honum.
Nú, tveimur árum síðar, varð Öskar
,, konungurinn endurborinn ’ ’. Þegar
við fluttum hann á land ýlfruðu
Wilkes-sleðahundarnir allir í kór.
Tíkurnar þrjár titruðu af æsingi.
Hundurinn skalf af reiði. Öskar tölti
á sinn stað fram fyrir hundahópinn
eins og þjóðhöfðingi sem snýr aftur
til þegna sinna en gelt hundanna
bergmálaði í fjöllunum í kring.
Þjálfun Wilkes-hundanna hafði
verið vanrækt undanfarin tvö ár og
þeir áttu því margt ólært. Við urðum
að treysta á hæfni gamla foringjans.
Hvernig myndi hann standa sig? Við
gripum aktygin og lögðum af stað að
hundahópnum. Um leið og við
birtumst greip mikill æsingur um sig
í hópnum. Aðeins gamli sleða-
hundurinn sat þægur á sínum stað
eins og honum hafði verið kennt
endur fyrir löngu. Það var fyrir-
litningarsvipur á andliti hans þegar
hann fylgdist með okkur eyða meira
en tíu mínútum í að koma
aktygjunum á óþekkar tíkurnar og
koma þeim á sinn stað.
,,Af stað, Öskar!” og við runnum
af stað. Óskar einn hljóp eins og til var
ætlast af honum. Aðeins þjálfún hans
og vit kom í veg fyrir að hundarnir
flæktust x vírstögunum sem voru
þarna eins og skógur og héldu niðri
stöðinni.,,Iií-juk, Óskar!” og við
sveigðum til vinstri yfír snæviþaktar,
ávalar hæðirnar við ströndina. Óskar
var fljótur að taka aftur að sér sitt
fyrra hlutverk. Hann dró sleðann af
yfirvegun. Líkaminn lá niðri við jörð,
langt var milli fótanna, hvort tveggja
til þess að ná sem mestum hraða og
bestu átaki.
Eftir fyrstu 15 kílómetra ferðina
hentu hinir hundarnir sér móðir og
másandi í snjóinn. Óskar lá þar
afslappaður og hressilegur og sjá
mátti á augum og eyrum að hann
fylgdist vel með öllu. Hann var hinn
fullkomni foringi.
Næstu vikur á eftir agaði Öskar
liðið af hörku. Hann þoldi ekki að
farið væri inn á hans valdsvið, ekki
einu sinni af hálfu ökumannsins. Ef
einhver hundurinn fór út af sporinu
beið Öskar þangað til ólin strengdist
og þá kippti hann snöggt í svo
hundurinn missti fótanna. Urrið sem
fylgdi á eftir hafði sína þýðingu.
Sleðastjórarnir lærðu líka sitt af
hverju af forræði hans. Mest hafði
hann gaman af að sveigja hægt og
rólega af leið svo ökumaðurinn,
niðursokkinn í hugsanir sínar,