Úrval - 01.02.1982, Qupperneq 44

Úrval - 01.02.1982, Qupperneq 44
42 ÚRVAL rankaði ekki við sér fyrr en hann var á leið aftur til stöðvarinnar. Við komumst fljótt að raun um hvers vegna Óskar hafði orðið svona frægur. Hann hafði einstakt áttaskyn og var óskeikull þegar hann þurfti að feta gamlar leiðir. Á hættuslóðum var næstum yfirnáttúrlegt hve naskur hann var á að finna huldar sprungur. Af sjálfsdáðum breytti hann um stefnu til þess að koma rétt að sprungu. Þegar kom að matmálstímum — sleðahundum eru gefnir frosnir sel- kjötsbitar — geltu hinir hundarnir, toguðu í keðjurnar og réðust á kjöt- bitana eins og óðir úlfar. Öskar sat hins vegar kyrr á rassinum og ætlaðist til þess að fá fyrsta bitann, eins og foringja bar, og hann virti síðan kæruleysislega fyrir sér skammtinn sinn. Hann var alltaf tortrygginn ef gefa átti honum úr hendi og vildi heldur að kjötinu væri kastað til hans í snjóinn. Bæri hann virðingu fyrir einhverjum kunni hann vel að meta að fá svolítið klapp við og við, og kannski smáleik, en alla jafna féllu honum ekki of náin samskipti við menn eða kumpánsskapur. Hann var reiðubúinn til þess að vera félagi, kannski vinur, en alls ekki gæludýr. Megintilgangurinn með komu Óskars til Wilkes var að koma því til leiðar að hundastofninn stækkaði. í apríllok kom í ljós að honum hafði tekist þetta. (Hinn hundurinn hafði verið geltur. Það var því ekki að furða að engir hvolpar komu!) Þann 8. maí, á mæðradaginn, eignaðist ein tíkin átta hvolpa. Einn fæddist andvana og fjórum dögum síðar kom í ljós að þrír til viðbótar voru dauðir. Þeir höfðu kafnað um nóttina. Þeir fjórir sem eftir lifðu voru sterkir og heilbrigðir og við fögnuðum þessu með auka- skammti af bjór. Haustið nálgaðist og sólin hafði sig varla upp yfir sjóndeildarhringinn daglangt heldur baðaði snjóinn í rauðgulum litum frá dagrenningu til sólarlags. I miklum snjóbyl 7. ágúst gaut tík númer tvö. Þegar við komum til hennar var fyrsti hvolpurinn frosinn í hel. Af þeim sex sem við færðum í hús með móðurinni lifðu aðeins tveir. Næsta mánuð eignaðist þriðja ríkin átta hvolpa. Einn lifði. Hvolparnir, sem farnir voru að stækka, voru til mikillar skemmtunar í stöðinni. Þeir fóru um allt og stríddu mönnum með því að skjótast í burtu með vettlingana þeirra og sitt- hvað fleira. Nýolíuborin stígvél, sem staðið höfðu utan dyra, hurfu ger- samlega. Eina sönnunin fyrir því að þar hefðu hvolparnir átt hlut að máli voru meltingartruflanir sem fylgdu á eftir stígvélahvarfinu og stöfuðu af loðfóðrinu úr þeim. Vorið kom og sleðaferðirnar hófust á nýjan leik. Öskar var alltaf jafn- ómetanlegur. I einni ferðinni hafði félagi okkar ekki gert sér grein fyrir því að hann hafði numið staðar á sleðanum úti á ótryggum ís. ísinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.