Úrval - 01.02.1982, Page 47
45
<TÆT Ijeimi lækna vísiijdanija
MEINSEMDIN ER í SÁLINNI
Fjörutíu af hundraði þeirra vanda-
mála sem lögð eru fyrir venjulega
heimilislækna eru sálræns eðlis. En
fæstir heimilislæknar hafa þekkingu
eða tíma til að veita neina geðræna
þjónustu að marki. Sálfræðiþjónusta
sjálfboðaliða, í tengslum við stofur
heimilislæknanna, er ein hugsanleg
leið. Gerð var tilraun með þannig
starfsemi hjá níu heimilislæknum í
norðurhluta London. í þessari tilraun
tóku ráðgjafar frá hjónabandsráð-
gjöfínni þátt. Niðurstaðan varð sú að
þjónusta þeirra dró úr útgáfu lyfseðla
og aðsókn til heimilislæknanna, fyrir
utan það að sjúklingunum leið betur
á eftir.
Áttatíu og átta sjúklingar tóku þátt
í þessari tilraun. Helmingurinn eða
þar um bil hafði misst maka sinn, bjó
einn eða var fráskilinn. Kvíði og
óöryggi var algengasta einkennið en
af öðmm viðfangsefnum má nefna að
sumir þjáðust af þeirri tilfinningu að
þeir hefðu verið sviptir einhverju, eða
þá af ofbeldislöngun. Eftir ráðgjafar-
meðferð — að meðaltali 15 klukku-
stundarlanga fundi með ráðgjöfúnum
— fækkaði úgáfu lyf-
seðla til þessa hóps um fjörutíu og
átta prósent — það er að segja
lyfseðla fyrir lyfjum sem verka á
hugann. Sex mánuðum eftir að
þessari tilraun lauk kom í ljós við
könnun að heimsóknartíðni þessara
áttatíu og átta einstaklinga var ekki
nema tveir þriðju af því sem áður
hafði verið.
Úr The Guardian
FRÁ HESTUM TIL MANNA
Breskir læknar gera sér vonir um að
ný aðferð til að setja saman beinbrot
verði jafngiftusamleg fyrir fólk og
hún hefur reynst fyrir veðhlaupa-
hross.
Aðferðin er í því fólgin að stífa
brotið af með sveigjanlegum kol-
vetnistrefjum og var frá henni sagt í
janúarhefti Úrvals á þessu ári.
Kolvetnistrefjaaðferðin hefur nú
verið prófuð á fólki og gefíð góða
raun. Þó er varla við því að búast að
hægt sé að þreifa á jafndramatískum
árangri og hjá veðhlaupahestunum.
Hrifnastir eru menn af
Sydney Carton, hreinræktuðum
veðhlaupahesti sem hefur tvívegis
skaðast á báðum framfótum. Talið
var að hann myndi ekki gera frekari
rósir á hlaupabrautinni en eftir að
hafa farið í gegnum kolvetnistrefja-
meðferð varð hann fjórði í fyrsta
hlaupinu sem hann var settur í að
aðgerð lokinni. Og það er ekki svo
slæmt — alls voru txu hross í
hlaupinu.