Úrval - 01.02.1982, Síða 48
46
ÚRVAL
NÝR GÓMUR, GERIÐ SVO VEL
Borið saman við salamöndrur og
krossfíska hafa spendýrin sorglega
litla getu til að láta sér spretta aftur
þá parta sem þau slysast til að verða af
með. En nú lítur út fyrir að börnum
vaxi nýir fingurgómar og milta fái
þau að vera í friði og enginn reyni að
grípa fram í til að lækna.
Það var árið 1974 að Cynthia
Illingworth, skurðlæknir við barna-
spítalann í Sheífield, tók eftir því að
þegar börn verða fyrir slysi á gómum
— fremsta hluta fingranna — er
besta lækningin sú að gera hreint
ekki neitt. Sé sárið hreinsað og hulið
með venjulegum sáraumbúðum grær
allt á aftur, meira að segja nöglin.
Venjulega lítur fingurinn út eins og
ekkert hafi komið fyrir hann eftir
ellefu til tólf vikur.
Þrennt virðist þó grundvallar-
nauðsyn: Sjúklingurinn verður að
vera yngri en tólf ára. Sárið má ekki
ná niður á fyrstu liðamót. Ekki má á
nokkum hátt reyna að „lækna” sárið.
Um leið og eitthvað er kmkkað í það
tapast hæfileikinn til að gróa aftur.
Michael Bleicher, sérfræðingur í
barnaskurðlækningum við Mount
Sinai Hospital í New York, segir að
þetta síðastnefnda skilyrði sé það
sem erfiðast sé að sætta sig við. En
hann tók ráðum Illingworth, kollega
síns í Sheffíeld, og lét ógert að reyna
nokkuð að laga fíngur á fjómm
börnum sem komið var með til hans.
í öllum tilvikunum hafði mestur
hluti holds á fingurgómum flest af.
,,Við stöðvuðum blæðingu með
þrýstingi og vöfðum sótthreinsunar-
trafi og gasbindi um fingurinn.
Þannig helst hann í eðlilegri kreppu.
Eftir sólarhring vom krakkarnir hættir
að finna til. Þá máttu þeir þvo sér um
hendurnar og gera það sem þeir
vildu. Foreldrarnir skiptu sjálfir um
umbúðir minnst vikulega.” Hjá
þessum fjómm börnum, sem vom á
aldrinum eins árs til níu ára, varð
ekki betur séð en nýr vöxtur hæfist
þegar í stað og eftir þrjár vikur mátti
merkja greinilega framför.
Úr Science 80
HOLLT ES HEIMA HVAT
Bretar líta nú heimafæðingar hýru
auga á ný og þykjast geta rennt
stoðum undir þá staðhæfingu að
hpllara sé að fæða börnin heima hjá
sér heldur en rjúka til þess á þar til
gerðar stofnanir.
Nýlega var gerð könnun til að bera
saman fæðingar í heimahúsum og
fæðingar á fæðingarstofnunum. Þessi
könnun náði til tvö þúsund og fjögur
hundmð kvenna. Það vom þær
Maureen O’Brien og Ann Cartwright
hjá stofnun til félagslegrar könnunar
á heilsugæslu í London (Institute for
Social Smdies in Medical Care) sem sáu
um könnunina.
Könnunin leiddi í ljós að fæðingar-
hríðir stóðu yfirleitt skemurí heima-
húsum. Fjömtíu og fjögur prósent
töldu fæðinguna hafa verið ánægju-
lega lífsreynslu, borið saman við