Úrval - 01.02.1982, Side 53
ERTU HEIÐARLEGUR ?
51
þremur gefa ekki upp allar tekjur
sínar, ýkja útgjöld sín eða gera
eitthvað annað sem kemur þeim til
góða.
Myndirðu hirða þvott eða silfur á
heimili vinar þtns? Auðvitað ekki. En
kannski á hóteli. Þriðjungur allra
hótelgesta tekur með sér handklæði,
rúmfatnað og innanstokksmuni —
jafnvel sjónvörp og biblíur. Þetta er
virðingarvert fólk sem segir við sjálft
sig að það sé bara að taka með sér
minjagripi eða bæta sér háa her-
bergisleigu.
Myndirðu reyna að hagnast á
tryggmgafélagí með því að framvísa
fölskum vinnureikningum? Áður en
þú svarar skaltu hugsa þig vel um:
Hvað með hærra mat á því sem þú
tapar í eldsvoða eða að bæta nokkrum
atriðum við það sem raunverulega
tapaðist? Hvað með ýkjur vegna
óveðurstjóns? Þetta hvort tveggja er
almennt. Bíleigandi sem lætur gera
við bílinn sinn vegna tjóns fyrir 8.000
kr., svo dæmi sé tekið, reynir oft að fá
viðgerðarverkstæðið til að gefa út
reikning upp á hærri upphæð til að
geta stungið mismuninum í eigin
vasa*. Viðkomandi hugsar kannski á
þá leið að tryggingariðgjaldið sé svo
hátt að það sé ómögulegt fyrir venju-
legt fólk að inna það af hendi. Svona
rökfræði er notuð til að réttlæta
svindl, lygar og þjófnað sem framinn
er í þeim tilgangi að þyngja pyngj-
una.
* Ath. greinin er amerísk.
Myndirðu stelaþeningum af sþari-
fé fyrirtækisins? Auðvitað ekki. En
hugsaðu um skrifstofukostnað fyrir-
tækisins. Er hann hærri en hann þarf
að vera? Það eru fáir sem geta svarað
þeirri spurningu neitandi.
Svindla bömin þín áþrófum ? Segir
þú: ,,Ekki mín börn”? í Gallup-
könnun sem gerð var 1978 kom í ljós
að 62% allra táninga svindla eða hafa
einhvern tíma svindlað á prófum.
VIÐ REYNUM AÐ réttlæta lygar
og þjófnaði með því að segja að allar
vörur — frá matvörum til eldsneytis
— hafi hækkað svo gífurlega og svo sé
skattalöggjöfin óréttlát. Öheiðarleika
í garð tryggingafélaga réttlætum við
með því að segja að þau hafi efni á
smátapi, sama gildir þegar við eigum
viðskipti við stórmarkaði eða önnur
stór fyrirtæki.
En það eru glompur í þessum rök-
semdum. Þegar við svíkjum óper-
sónulega viðskiptaaðila okkar svíkjum
við í leiðinni vini okkar og sjálf
okkur. Þegar reikningar verslunar-
innar eru endurskoðaðir kemur í ljós
að þjófnaðir eru orsök 2% hærra
vöruverðs en ella þyrfti að vera. Við
erum líka óheiðarleg við opinberar
stofnanir. Það eru til læknar sem taka
greiðslu fyrir ónauðsynlega þjónustu
sem þeir inna af hendi. Sumir þiggja
styrk til endurmenntunar en setjast
svo aldrei á skólabekk. Þetta, og
margs konar annað svindl, kostar
almennan skattgreiðanda nokkur
þúsund krónur árlega.