Úrval - 01.02.1982, Side 60

Úrval - 01.02.1982, Side 60
58 ÚRVAL stað. Ég hljóp á eftir liðþjálfanum og hrópaði: ,,Það er þýskur varðturn með varðmenn í þessari átt, monsieur!” Þá kom pabbi og bauðst til að vísa veginn. Klukkan 6. Himinninn var grár þennan morgun. Þegar pabbi kom aftur fékk hann sér kaffisopa og sagði við okkur: „Hermennirnir hafa safnast saman á býli Emiles og þeir hafa brýrnar á sínu valdi. Ég ætla aftur út á vatnið. Ég vil ganga úr skugga um að ekki séu fleiri hermenn þar.” Þegar hann lagði af stað drundi í fallbyssunum og gnýrinn kom mér til að hríðskjálfa. Þjóðverjarnir voru að berja frá sér. Mikill reykur steig upp frá býli Manuels tvo kílómetra í burtu. Allt í einu kom kúlnahríð úr öllum áttum. Mamma skipaði mér að koma inn í hús. Þrátt fyrir hættuna var hún fastákveðin í að mjólka Blanchette (Mjallhvít), kúna okkar, sem var í fjósi alllangt frá húsinu. Hún gaf mér fyrirmæli um að líta eftir litla bróður mínum og að fara ekki út fyrir dyr. \ Klukkan 9. Hróp föður míns á hjálp urðu til þess að ég þaut út. Fallhlífarher- maður lá á stiga sem lagður var þvert yflr bátinn eins og nokkurs konar sjúkrabörur. Maðurinn var þungur og við áttum í erfiðleikum með að koma honum inn. Það var ekki fyrr en við höfðum lagt hann upp í rúm pabba og mömmu að ég tók eftir því að á öðrum fæti hans stóð bein út úr leðurstígvélinu! Pabbi náði í hníf og skar stígvélið varlega í sundur. Dálítið bólgið, blóðugt hold kom í ljós. Ég var alveg að kasta upp. Til allrar hamingju kom mamma heim í þessu. Hún tók gamalt lak út úr skáp og klippti það í ræmur. Svo þvoði hún sárið og bjó um það. Hermaðurinn kveinkaði sér af sársauka. Pabbi kom með spýtu og bjó til spelkur við brotna fótinn. Með hjálp þeirra fáu ensku orða sem ég hafði lært kvöldið áður reyndi ég að komast að hvað ungi maðurinn hét. Hann þvingaði fram bros og sagði: George Wingate liðsforingi. Og þú?” „Geneviéve.” Þetta var það eina sem við gátum sagt hvort við annað en hann strauk mér blíðlega um kollinn. Klukkan 10. Næsti hermaður sem pabbi fann var Kerry Hogey, ljóshærður risi, minnst tveir metrar á hæð. Hann hafði snúið sig illa. Mamma lét hann setja fótinn í fötu með volgu saltvatni. Claude litli varð strax vinur þessa vingjarnlega risa og reyndi að fá hann til að spila petits chevaux við sig. En Kerry skildi ekki orð í frönsku og það endaði með að allir voru að deyja úr hlátri. Hádegi. I þetta sinn kom pabbi heim með
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.