Úrval - 01.02.1982, Page 62

Úrval - 01.02.1982, Page 62
60 snarkaði í eldinum. Mamma saumaði. Pabbi var dottinn út af af þreytu. Kerry hafði að lokum lært spilareglurnar í þetits chevaux og spilaði nú af kappi við Claude. Klukkan 22. Þetta kvöld bað ég sérstaklega fyrir Wingate liðsforingja og um nóttina dreymdi mig þýska liðþjálfann sem dó í örmum mínum. Fimmtudagur 8. júní, klukkan 4. Ég vaknaði við fallbyssudrunurnar og fór til að gá að Wingate liðs- foringja. Stórir svitadropar runnu niður andlit hans. Ég greip um hendur hans, dauðhrædd um að hann myndi deyja. Mamma sagðist ætla til Sainte-Mére-Eglise til að ná í lækni. Ég bjó til morgunmat fyrir þá særðu og hjálpaði til við að gera hreint. Hreingerningar eru góð aðferð til að missa ekki móðinn. Klukkan 14. Það liðu ntu tímar þangað til mamma kom aftur. Hún hafði verið handtekin af nokkrum amerískum hermönnum sem héldu að hún væri njósnari. Hún komst ekki til Sainte- Mére-Eglise og fann engan lækni. Á óskiljanlegan hátt virtist George miklu betri þetta kvöld. Föstudagur 9. júní, klukkan 4.30. Áköf skothríð rak mig fram úr rúminu. Fallhlífarhermennirnir okkar voru enn við það sama. En hve lengi? ÚRVAL Ég var svo hrædd að ég gat ekki borðað morgunmat. Klukkan 22. Þýsk orrustuflugvél flaug lágt yfir húsinu. Það heyrðist flautuhljóð og svo sprakk sprengja í vatninu rétt hjá. Þjóðverjarnir höfðu uppgötvað vopnabirgðir okkar og voru að reyna að eyðileggja þær. Ég þrýsti Claude að mér. Nokkrar öflugar sprengingar fylgdu í kjölfarið. Mig verkjaði í eyrun og eldglamparnir blinduðu mig. Ég lokaði augunum og beið dauðans. Laugardagur 10. júní, klukkan 5. Þvíltk sjón. Járnbrautarteinarnir stóðu upp í loftið eins og afskræmdar trjágreinar. Af símastaurunum var ekkert eftir nema flísar. Sprengju- holurnar mynduðu hring, um það bil 300 metra í þvermál, og í miðjunni var húsið okkar og vopnabirgðirnar. Pabbi, sem venjulega gekk ekki í guðshús, sneri sér að mömmu og sagði: , ,Segðu þínum góða guði að ég taki ofan fyrir honum. ’ ’ í átta tíma voru fallhlífarher- mennirnir önnum kafnir við að flytja tvö tonn af vopnum og fimm tonn af matvælum frá húsinu okkar yfír á býli nágrannans. Þessir stóru, brosandi drengir, sem við höfðum boðið velkomna fimm dögum áður, voru nú með andlit rist þreyturúnum. Ég þráði svo að hjálpa til. En hvað getur lítil stúlka gert þegar hinir fullorðnu drepa hver annan? Um
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.