Úrval - 01.02.1982, Síða 72
70
ÚRVAL
riddarastyttu merki að riddarinn hafi
dáið í orrustu. Þegar fyrsta álstyttan
var sett upp á Piccadilly Circus til
minningar um mannvininn, jarlinn
af Shaftesbury, ætlaði höfundur
hennar, Alfred Gilbert, að láta hana
vera tákn kristilegrar fórnarlundar; en
allt frá upphafi hefur vængjaða veran
með bogann verið alþekkt sem Eros,
ástarguðinn.
í gegnum tíðina hafa fallegar
styttur verið gjafir frá einstaklingum.
James Barrie rithöfundur gaf Pétur
Pan og lét setja styttuna upp í
Kensington Gardens á einni nóttu,
svo börnin gætu haldið að hún hefði
verið flutt þangað af álfum. Styttur í
Regent’s Park gaf málari Játvarðs-
tímabilsins, Sigismund Goetze, en á
meðan hann bjó þar komst hann í svo
náinn félagsskap við dýrin í dýra-
garðinum að tígrisdýrin leyfðu
honum að strjúka sér um hausinn í
gegnum rimlana á búrunum.
Hver sem er getur komið á
framfæri uppástungu um nýja styttu.
En hann verður að tryggja sér
stuðning borgarráðs Lundúna eða
hinna einstöku borga innan
Lundúna. Lokaákvörðunin er í
höndum umhverfisráðs sem hefur
umsjón með 113 styttum í London.
Sá sem uppástunguna á verður líka
að gera grein fyrir hvernig eigi að
fjármagna kostnaðinn. Ríkisstjórnin
hefúr stundum lagt fram fé til
minnismerkja um frægar persónur en
venjulega eru þær borgaðar með sam-
skotafé — á sama hátt og safnað var
jafnvirði 4.875.000 íslenskra króna til
fyrirhugaðs minnismerkis Viktoríu
drottningar.
Það voru hermenn sem aðallega
stóðu undir kostnaði við styttu sir
Charles James Napier á Trafalgar
Square, hermanns frá Corunna og
sigurvegara syndarinnar, en
nærgætnislegur skilningur hans á
brestum hermanna, sem hann hafði
undir sinni stjórn, og fastheldni hans
við skyldur og réttlæti, ávann honum
ást og virðingu manna sinna.
Söfnunarlisti fyrir styttu af Roosevelt
á Grosvenor Square var opinn
breskum almenningi og takmarkaðist
við fimm shillinga framlag á mann.
Andvirðinu, 40.000 pundum, var
safnað á sex dögum.
ÍWGOG&Í
Þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir var það alltaf sama starfsfólkið
sem mætti of seint. Á næsta mánaðarfundi með starfsfólkinu var talið
að forstjórinn léti til skarar skríða.
Rétt áður en fundurinn átti að hefjast birtist forstjórinn og hafði í
fanginu fagurlega skreyttan pakka. Við spurðum hann handa
hverjum þessi gjöf væri og hann svaraði: „Þetta er skilnaðargjöf
handa þeim sem næst mætir of seint. ” _p.M.