Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 72

Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 72
70 ÚRVAL riddarastyttu merki að riddarinn hafi dáið í orrustu. Þegar fyrsta álstyttan var sett upp á Piccadilly Circus til minningar um mannvininn, jarlinn af Shaftesbury, ætlaði höfundur hennar, Alfred Gilbert, að láta hana vera tákn kristilegrar fórnarlundar; en allt frá upphafi hefur vængjaða veran með bogann verið alþekkt sem Eros, ástarguðinn. í gegnum tíðina hafa fallegar styttur verið gjafir frá einstaklingum. James Barrie rithöfundur gaf Pétur Pan og lét setja styttuna upp í Kensington Gardens á einni nóttu, svo börnin gætu haldið að hún hefði verið flutt þangað af álfum. Styttur í Regent’s Park gaf málari Játvarðs- tímabilsins, Sigismund Goetze, en á meðan hann bjó þar komst hann í svo náinn félagsskap við dýrin í dýra- garðinum að tígrisdýrin leyfðu honum að strjúka sér um hausinn í gegnum rimlana á búrunum. Hver sem er getur komið á framfæri uppástungu um nýja styttu. En hann verður að tryggja sér stuðning borgarráðs Lundúna eða hinna einstöku borga innan Lundúna. Lokaákvörðunin er í höndum umhverfisráðs sem hefur umsjón með 113 styttum í London. Sá sem uppástunguna á verður líka að gera grein fyrir hvernig eigi að fjármagna kostnaðinn. Ríkisstjórnin hefúr stundum lagt fram fé til minnismerkja um frægar persónur en venjulega eru þær borgaðar með sam- skotafé — á sama hátt og safnað var jafnvirði 4.875.000 íslenskra króna til fyrirhugaðs minnismerkis Viktoríu drottningar. Það voru hermenn sem aðallega stóðu undir kostnaði við styttu sir Charles James Napier á Trafalgar Square, hermanns frá Corunna og sigurvegara syndarinnar, en nærgætnislegur skilningur hans á brestum hermanna, sem hann hafði undir sinni stjórn, og fastheldni hans við skyldur og réttlæti, ávann honum ást og virðingu manna sinna. Söfnunarlisti fyrir styttu af Roosevelt á Grosvenor Square var opinn breskum almenningi og takmarkaðist við fimm shillinga framlag á mann. Andvirðinu, 40.000 pundum, var safnað á sex dögum. ÍWGOG&Í Þrátt fyrir margítrekaðar viðvaranir var það alltaf sama starfsfólkið sem mætti of seint. Á næsta mánaðarfundi með starfsfólkinu var talið að forstjórinn léti til skarar skríða. Rétt áður en fundurinn átti að hefjast birtist forstjórinn og hafði í fanginu fagurlega skreyttan pakka. Við spurðum hann handa hverjum þessi gjöf væri og hann svaraði: „Þetta er skilnaðargjöf handa þeim sem næst mætir of seint. ” _p.M.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.