Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 75
HÖRMUNGAR ROBERTS DILLEN
Næsta kvöld, þegar þau komu
heim úr vinnunni, sagði nágranni
þeirra þeim frá því að lögreglan hefði
komið. , ,Kannski hafa þeir gleymt að
láta mig skrifa undir eitthvað,” sagði
Robert við konu sína. Hann fékk sér
göngutúr á lögreglustöðina sem var
þarna skammt frá.
„Maðurinn við skrifborðið leit
skrýtilega á mig og sagði mér að
bíða,” segir Dillen. Eftir andartak
kom hann í fylgd með öðrum lög-
reglumanni sem greip Dillen og sagði
að hann hefði hér með verið hand-
tekinn. ,,Þið handtókuð mig í gær,”
sagði Dillen glaðlega. Hann var furðu
lostinn þegar lögreglumaðurinn
svaraði: ,,í þetta sinn er það vegna
vopnaðs ráns.” Lögreglan hafði sýnt
ungri stúlku mynd af Dillen með
myndum níu annarra manna en
konunni hafði verið ógnað með byssu
og hún rænd 80 dollurum í ljós
myndavöruverslun fyrir mánuði. Hún
hafði bent á Robert — laglegan 28
ára gamlan mann með sandgult hár,
yfirvaraskegg og hökutopp, hávaxinn
og grannan — hann var árásar-
maðurinn.
Bentá þann seka
Cim vaknaði þegar síminn hringdi
en hún hafði lagt sig. Það var Robert
sem barðist við að hafa stjórn á
röddinni. Cim yrði að koma þegar í
stað.
Cim komst að raun um að of seint
var að koma og greiða trygginguna
þar sem tryggingarmaðurinn var
73
Til vinstri: Robert Dillen; hcegri
Erank Jeziorski, maðurinn sem að
lokum var dœmdur sekur.
farinn heim. Eiginmaður hennar var
handjárnaður, stungið inn í lögreglu-
bíl og ekið á brott.
Næstu tveimur dögum eyddi
Robert í fangaklefa þar sem vaskurinn
hafði verið notaður fyrir klósett svo út
úr honum flóði.
Loks var hann látinn laus gegn
tryggingu sem systir hans og vinir
höfðu lagt fram eftir að hann hafði
verið látinn taka lygamælispróf. í
skýrslu um prófið sagði sá sem það
hafði annast að þótt hann ætti að
deyja þá um kvöldið yrði hann að
fyllyrða að Dillen segði sannleikann.
Þótt undarlegt megi teljast endaði
hann þó skýrsluna með því að segja
að yfirheyrslan hefði ekki verið nægi-
lega mikil til þess að sanna sakleysi.
Dillen varð alveg mglaður þegar
hann heyrði þetta. ,,Hvers vegna em
þeir að kæra mig?” spurði hann lög-
fræðinginn. Kæmi honum það ekki
til góða að lygamælispróflð hefði