Úrval - 01.02.1982, Side 76
74
ÚRVAL
verið honum í vil? Lögfræðingurinn
hristi höfuðið enda vissi hann betur.
Ekki ef sjónarvottar báru vitni gegn
viðkomandi aðila.
Með samþykki lögfræðingsins
hafði Dillen verið sá kjáni að taka
þátt í sakbendingu. Hún fór illa. Lög-
reglan hafði safnað saman nokkrum
vitnum að ránum á borð við það sem
framið hafði verið í ljósmyndavöru-
versluninni — en hins vegar höfðu
engir fundist til þess að raða upp með
Robert í sakbendingunni. Á lögreglu-
stöðinni var gripið til þess ráðs að
safna þar saman þremur mönnum á
aldur við hann. Robert Dillen var
sannfærður um að á þennan hátt
myndi hann geta sannað sakleysi sitt
og stóð nú þarna á meðan nokkrar
ungar konur horfðu hálfhræddar á
mennina.
,,Ég er ánægður yfir að hafa tekið
þátt í þessu,” sagði Robert við lög-
fræðinginn þegar sakbendingunni var
lokið. „Margar þeirra bentu á þig
sem hinn seka,” svaraði hann. Dillen
var miður sín. Hvers vegna hafði
hann lent í þessum ósköpum?
Svo sannarlega hræddur
Hann varð enn hræddari þegar lög-
reglumaður frá Indiana, sem er um
90 km austan við Pittsburgh, fór fram
á að fá að skoða tennur hans. Dillen
var með brotinn jaxl vinstra megin
og á því átti greinilega að negla
hann niður. Nokkrum dögum síðar
birtist lögreglan heima hjá Dillen-
hjónunum í þeim tilgangi að hand-
taka Robert fyrir vopnað rán, mann-
rán og nauðgun á 16 ára stúlku sem
vann í myndavörubúð í nánd við
Indiana, í Venango-héraði. Lýsing
hennar á byssumanninum átti alveg
við Robert Dillen, meira að segja
hvað snerti brotna jaxlinn.
Cim Dillen sleppti sér í máttvana
reiði. ,,Ég stóð þarna í náttsloppnum
og öskraði á lögregluna,” segir hún.
, ,Það átti ekki einu sinni að leyfa Bob
að fara upp á loft og klæða sig. ”
Tryggingarupphæðin var ákveðin
30 þúsund dollarar og þar af varð að
greiða 10% í peningum. Kostnaður-
inn óx stöðugt. Það þurfti að borga
lögfræðingnum, greiða afrit og
ljósrit, fyrir einkalögreglumann,
vitnaleiðslur, lygamælispróf.
Foreldrar Roberts, Walter og Marie,
buðust til þess að hjálpa honum,
jafnvel þótt til þess yrðu þau að taka
peninga úr ellilaunasjóð sínum.
Næstu fjóra mánuði var fallið frá
fjórum ákærunum gegn Dillen vegna
rána eða ákærurnar voru dregnar til
baka vegna þess að vitnin annaðhvort
komu ekki í réttarhöldin eða voru
ekki alveg viss um að þau þekktu hann
aftur sem árásarmanninn. Fimmta
málið var síðan fellt niður vegna þess
að í ljós kom að lögregluteikningu,
sem byggðist á lýsingu sjónarvotts og
hafði verið gerð strax eftir ránið,
hafði augljóslega verið breytt síðar.
Á meðan á þessu stóð hafði ljós-
myndastarfsemi Roberts Dillen
dregist mikið saman, bæði vegna þess
hve mikið hann hafði þurft að vera