Úrval - 01.02.1982, Side 77

Úrval - 01.02.1982, Side 77
HÖRMUNGAR ROBERTS DILLEN 75 fjarverandi og vegna þess að viðskipta- vinum hans féll þetta ekki allskostar vel í geð. „Við getum ekki notast við vinnu þxna,” sagði einn þeirra, „fyrr en búið er að koma þessum málum á hreint. Og svo skilst mér að þú munir þurfa að vera eitthvað í burtu í fram- tíðinni.” Haustið 1979 átti Robert enn yfir höfði sér tíu réttarhöld (þar með talin þau fimm sem síðar var fallið frá) í fimm héruðum. Ef hann yrði dæmd- ur sekur gæti það þýtt að hann ætti eftir að fá 20 til 40 ára fangelsisdóm. Fyrir nauðgunina og mannránið gæti hann þurft að sitja inni fram á gamals aldur. Þegar stúlkan, 16 ára gömul, sem nauðgað hafði verið, settist í vitna- stúkuna benti hún róleg á Robert Dillen og sagði hann vera manninn sem hefði ógnað henni með byssu og stolið af henni peningum, neytt hana til þess að fara upp í bíl sinn, ekið með hana á mótel í næsta bæ og haldið henni þar heila nótt og nauðgað henni tvisvar. Þrátt fyrir að þrír vinir Roberts legðu eið út á að hann hefði verið með þeim þetta sama kvöld var ákveðið að leiða hann fyrir kviðdóm. Nú voru þau Robert og Cim alvarlega hrædd. Að tapa vitinu Fljótlega eftir þetta réðu Dillens- hjónin sér nýjan lögfræðing, Jack Murtagh, 34 ára gamlan, sem var harður í horn að taka og hafði mikla reynslu af málavafstri eftir að hafa starfað sem ákærandi á vegum dóms- málaráðuneytisins. Undir venjuleg- um kringumstæðum tók hann ekki að sér nauðgunarmál. Nær samstundis varð hann þess fullviss að Dillen hefði verið beittur miklu óréttlæti. Murtagh hafði alltaf verið þeirrar skoðunar að óréttlátt væri að byggja dóm á framburði eins vitnis ef ekki væm aðrar sannanir fyrir hendi. í ránunum í Alleghenyhéraði var ekki um önnur vitni að ræða en fórnarlömbin sem höfðu orðið fyrir barðinu á ræningjanum og héldu því fram að Robert væri sá seki. Eina sönnunargagnið þar fyrir utan var far eftir strigaskó — og greinilegt var að hér var um að ræða mun stærri skó en þá sem Robert notaði. Murtagh bauðst til þess að sýna fram á þetta með rökum en yfirvöld höfðu ekki áhuga áþví. Þá veitti Murtagh því athygli að Allegheny-ræninginn var sagður vera með andlit mjúkt eins og barnsrass en Robert hafði hins vegar látið sér vaxa skegg til þess að hylja að hann var bólugrafinn í andliti, Hendur ræningjans voru einnig sagðar grófar eins og hendur effiðisvinnumanns. Hendur Dillens voru mjúkar. Murtagh sagði Bob og Cim að þau yrðu nú að rifja upp í smáatriðum allt sem þau hefðu verið að gera í þau skipti sem byssumaðurinn hafði verið að verki. Það gætu þau gert með því að tína saman gamlar kvittanir, ávísanir sem þau hefðu fengið aftur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.