Úrval - 01.02.1982, Page 91

Úrval - 01.02.1982, Page 91
NAFNLAUS FANGl —NÚMERSLAUS KLEFI 89 leysið. „Haltu þig utan við stjórn- málin og varðveittu lífið. ’ ’ 1, anddyri ritstjórnarskrifstofa La Opinión stendur grátandi móðir og mælist til fundar við mig. Tvö börn hennar eru horfin, voru tekin fra heimilinu meðan hún brá sér frá, piltur og stúlka, 18 og 15 ára. Nágrannarnir sögðust hafa séð tvo bíla með vopnuðum mönnum. Hverfislögreglan neitaði allri vitneskju um þennan atburð, hann var ekki opinber handtaka. Hún er sannfærð um að aðalritstjóri dagblaðs hafi nógu mikil áhrif til að finna börnin hennar. Þetta er ósatt. Hún veit að ég get ekkert gert. Það vita allir. En þeir koma til La Opinión vegna þess að þeir telja að það sé eina dagblaðið sem láti sig varða um þá sem hverfa. Meirihlutinn veit ekki að til sé nokkurt annað blað sem daglega biður stjómina að fara að lögum og að minnsta kosti að gefa út lista yfir þá sem handteknir hafa verið. Herald í Buenos Aires gerir það líka en það er gefið út á ensku og gestir mínir lesa ekkiensku. Hvernig get ég sagtþessari konu að ef ég birti frásögn hennar myndi það líklega jafngilda dauðadómi yfir börnunum hennar? Hvernig get ég sagt henni að stjórnin muni aldrei láta það viðgangast að menn geti bent á að blaðagrein hafi bjargað lífi? Viðurkenning á því myndi þýða að hún missti tökin á kúguninni og gæti ekkilengur hagnýtt sér Ótta og Þögn. En hvernig get ég látið sögu konunnar sem vindum eyru þjóta? Mér dettur nokkuð í hug. Það er ekki hægt að birta neitt í blaðinu, né heldur get ég hringt þangað sem móðirin telur að börnin hennar séu í haldi þvíþá yrðu þau vegin. Það sem ég get gert er. að senda blaðamann til aðalstöðva einhverrra hinna þriggja deilda hersins. Auðvitað þó ekki þeirrar deildar sem móðirin telur að sé með bömin hennar. Og hvað felst íþessu? Jú, blaðamaðurinn þarf ekki annað en minnast á að liðsforingi í þeirrri deild sem raunverulega er með börnin hafi gefið ískyn að börnin séu í haldi hjá þeirri deild sem blaða- maðurinn er í heimsókn hjá. Og að hann hafi heyrt ýmsa stjórnmála- leiðtoga gefa hið sama í skyn. Það er gömul, argentínsk siðvenja að mikil keppni sé milli herdeildanna þriggja, sömuleiðis tortryggni og undirferli. Þeir sem blaðamaðurinn er að heimsækja hafa miklar áhyggjur af því hvernig aðrir Líti á deiLdina þeirra. Þeir láta sína eigin leyniþjónustu kanna málið. Börnin finnast. Drengurinn mun að vísu aLdrei snúa aftur en stúlkunni er bjargað. Þar með er sannað að deildin sem blaða- maðurinn heimsótti var alls ekki viðriðin ránið á systkinunum. Þessi aðferð hrífur en það er ógerningur að endurtaka hana dag eftir dag.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.