Úrval - 01.02.1982, Síða 92
90
ÚRVAL
ÞANN TÍMA SEM ég hef verið
blaðamaður, einkurh eftir að ég varð
útgefandi og ritstjóri La Opiniðn,
hefur mér margsinnis verið hótað.
Einn morguninn komu tvö bréf í
einu: annað var frá hægri hryðju-
verkasamtökum sem dæmdu mig til
dauða vegna þeirrar sannfæringar
sinnar að barátta mín fyrir rétti sér-
hvers manns til að vera prófaður fyrir
löglegum dómstólumog barátta mín
fyrir mannréttindum væru
þröskuldur í vegi þeirra sem vildu
sigrast á kommúnismanum. Hitt
bréfið var frá ógnarsamtökum trot-
skíista, ERP (Þjóðlega byltingar-
hernum), þar sem gefið var í skyn að
ef ég héldi áfram að saka vinstri
byltingarsinna um að vera fasista og
kalla þá „geðsjúklingana til vinstri”
yrði ég dreginn fyrir dóm og líklega
dæmdur til dauða.
Ég var farinn að brjóta heilann um
hvorir myndu sitja uppi með
skrokkinn af mér — vinstri eða hægri
hryðjuverkamenn. Þegar öllu var á
botninn hvolft var hér aðeins um
einn skrokk að ræða og einn dauður
blaðamaður í viðbót í landi þar sem
hundrað blaðamenn höfðu horfið á
örfáum árum skipti engu til eða frá.
Þegar ég stofnaði La Opiniðn hafði
ég verið stjórnmálafréttamaður fyrir
dagblöð, tímarit, útvarp og sjónvarp í
tuttugu og fjögur ár. Fyrsta tölublað
blaðsins míns kom út 4. maí 1971 og
ég var handtekinn í apríl 1977. Á
þessum ríma varð La Opiniðn fyrir
refsiaðgerðum (undir sex ríkis-
stjórnum í röð) í formi lögsókna,
sprengjuárása á heimili mitt og
vinnustað, morðs á einum blaða-
manna minna (hann hvarf að
minnsta kosti) og nú loks með því að
ég var tekinn höndum og herinn
gerði blaðið upptækt. Lúmskasta
refsiaðgerðin var efnahagsleg því þótt
það sé ekki á almanna vitorði er fjár-
magnið í Argentínu 70% undir stjórn
ríkisins; auglýsingar stjórnarinnar
skapa verulegan hluta af tekjum hvers
blaðs og þeim var kippt til baka í
hvert sinn sem eitthvað pirraði þá
stjórn sem sat að völdum hverju
sinni.
' Ein stjórnin fann upp machíavellíska
brellu: Hún skipaði samtökum blaða-
dreifingaraðila, sem hún stjórnaði, að
krefjast fleiri eintaka af La
Opinión en markaðurinn hafði þörf
fyrir. Ef við neituðum losaði það
blaðadreifingaraðilana undan
samningum við okkur en ef við
afgreiddum öll þessi ónauðsynlegu
blöð myndi það hafa óhæfilegan
prentkostnað í för með sér. í hvert
sinn sem svona efhahagsrefsingar áttu
sér stað leitaði La Opinión til lesenda
sinna og hækkaði verðið þangað til
það varð dýrasta blað í landinu en
samtímis það eina sem var óháð
opinberum eða almennum
auglýsendum.
Þótt merkilegt megi virðast var La
Opinión miðstefnublað. En á
hverjum degi gerði það nokkuð sem í
Argentínu var lagt út sem dauðasynd:
Það notaði rétt orð til að lýsa raun-