Úrval - 01.02.1982, Page 94

Úrval - 01.02.1982, Page 94
92 ÚRVAL leynifangelsinu er ekkert sem kemst í hálfkvisti við fjölskyldurnar sem voru pyntaðar, oft saman en stundum hver fjölskyldumeðlimur út af fyrir sig, að hinum ásjáandi. Heil menning, byggð á fjölskylduást, trúnaði og sameiginlegum fórnar- vilja, hrundi skyndilega þegar sparkað var í kynfæri föðurins, móðirin barin í andlitið, klúrum sví- virðingum hellt yfir systurina, dóttirin beitt kynferðislegu ofbeldi. í klefa mínum heyrði ég hvíslandi barnaraddir sem reyndu að komast að því hvað hafði komið fyrir foreldrana og ég varð vitni að tilraunum dóttur til að sigra varðmann, að vekja von um framtíðarsamband milli þeirra til að komast að því hvað verið var að gera við móðurina, eða koma appelsínu til hennar, afla henni heimildar til að komast á klósettið. Fjölskyldum var eytt, þær voru brotnar niður. Þetta voru í raun enda- lok þeirrar menningar sem hafði alið mig upp. Heilar fjölskyldur hurfu. Líkunum var velt upp úr steypu og hent í ána. Stundum var steypan illa sett á þau og þau rak á strendur Argentínu eða Úrúgvæ. En venjulega hurfu þau gersamlega. Líkunum (og stundum lifandi fólki) var varpað í hafið úr þyrlum. Þeim var kastað í gamla kirkjugarða undir bautasteina sem fyrir voru. Þau voru hlutuð sundur og brennd. Lítil börn voru afhent ömmu og afa ef stjórnendurnir voru miskunnsamir. Eða gefín eða seld barnlausum, argentínskum hjónum. Eða flutt til Chile, Paragvæ eða Brasilíu og gefín þar barnlausum hjónum. Þeir sem þátt tóku í þessum aðgerðum voru venjulega fluttir til annarra svæða eftir einhvern tíma. Stöðunum, þar sem fjöldamorðin fóru fram, var breytt. Gamlar byggingar voru brotnar niður og staðnum breytt í almenningsgarð eða seldur sem lóð undir íbúðablokkir. Nýjum húsum var breytt til annarra nota. En mitt x sigrinum uppgötvaði argentínski herinn að hann hafði veitt skæruliðunum og hermdarverka- mönnunum beitt vopn: skipulags- leysi hersins fór jafnvel fram úr skipu- lagsleysi andstæðinganna. „Við munum sigra" I Buenos Aires er staður sem við íbúarnir höfðum næstum gert að einkaklúbbi — barinn og veitinga- stofan í kjallaranum á Plaza hótelinu. Þar fengum við okkar eftirlætisrétti og nutum þess að vera svo snobbaðir að við þekktum yfírkokkinn, þjónana og barþjónana með nafni og þeir vissu hvað okkur kom. Fáum vikum eftir fall Isabelllu Perón hitti ég liðsforingja úr argen- tínska hernum þar í hádeginu. Eins og hjá svo mörgum hermönnum á þeim tíma var hatur hans á borgar- skæruliðum perónista næstum áþreifanlegt. Tæplega fjörutíu og átta tímum fyrr hafði uppgötvast fyrir til-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.