Úrval - 01.02.1982, Page 95
NAFNLAUS FANGI — NÚMERSLAUS KLEFI
93
viljun að eitri hafði verið komið í mat
sem ætlaður var hópi liðsforingja.
Hefði þessi málsverður, sem aflýst var
á elleftu stundu, átt sér stað hefðu
tólf háttsettir liðsforingjar örugglega
engu fyrr týnt en lífinu.
,,Hvað myndir þú gera,
Timerman, ef sökudólgarnir yrðu
gripnir? ’ ’
, ,Þetta voru augljóslega skæruliðar.
Ég myndi leggja þá undir herlög og
efna til opinberra réttarhalda og
bjóða blaðamönnum og erlendum
lögfræðingum að vera viðstaddir. ’ ’
,,í hvaða tilgangi?”
,,í réttarhöldunum myndu aðferðir
hjálparsveita vinstrisinna örugglega
verða afhjúpaðar og sviptar allri
rómantík, Ríkisstjórn sem neytir laga-
legra ráða til þess að berja niður
ofbeldi hermdarverkamanna kemur
í veg fyrir að skæruliðarnir öðlist
samúð meðal lýðræðissinna sem ekki
telja fært að nota aðferðir sem óhjá-
kvæmilega minna á aðferðir Hitlers,
Stalíns og Idi Amins.’’
,,En, Timerman, opinber
réttarhöld gætu ekkert þýtt annað en
dauðadóm.”
,,Mér erþað ljóst.”
,,Þú getur þá verið ánægður —
þeir hafa þegar verið teknir af. ’ ’
,,Án réttarhalda? ”
„Hefðum við fylgt þeirri aðferð
sem þú ráðleggur hefðum við orðið
að fresta aftöku þeirra — því páfinn
hefðigripiðinní.”
,,Ef til vill, en það er skárra að
hafna beiðni páfa heldur en að stefna
allri stjórnmálaþróun í voða með
svívirðilegum, ólöglegum aðgerðum.
Það eina sem þið vinnið með því,
þegar þessi þáttur er að baki, er ný
alda hefnda og ofbeldis. ’ ’
,,Þú ert gyðingur og getur ekki
skilið að við getum ekki hafnað
beiðni frá hinum heilaga föður.’’
,,En páfinn hefði fallist á lífstíðar
fangelsi...”
,,Og við hefðum látið það
viðgangast að tvxtugur hermdarverka-
maður hefði haldið lífi, kannski til að
verða náðaður eftir tíu ár. Hugsaðu
þér bara, hann væri þá á besta aldri
til að verða góður herstjórnandi eða
pólitískur leiðtogi. En ef við eyðum
þeim öllum verður það viðvörun fyrir
margar kynslóðir. ’ ’
,,Hvað áttu við með „öllum”?”
,,Öllum — um tuttugu þúsund
manns. Og ættingjum þeirra líka —
það verður að koma þeim fyrir kattar-
nef — og líka þeim sem þekktu þá. ”
,,Hvað kemur þér til að halda að
páfinn muni ekki mótmæla þvílíkri
útrýmingu? Margar ríkisstjórnir,
stjórnmálaleiðtogar, verkalýðsleið-
togar og vísindamenn um allan heim
hafa þegar mótmælt þessu. ’ ’
,,Við skiljum engar sannanir eða
vitni eftir.”
,,Það reyndi Hitler líka. Hann
sendi í dauðann og leysti upp í ösku
og reyk þá sem hann hafði þegar svipt
mannréttindum og persónu-
einkennum. Þýska þjóðin varð að
gjalda sérhvern þeirra dýru verði. Og
er enn að gjalda þeirra.