Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 96
94
ÚRVAL
„Hitler tapaði. Við munum
sigra.”
Ekki síðan 1945
Ég heyn raddir og hef á tilfinning-
unni að ég sé staddur ístórum sal. Ég
geri ráð fyrir að ég verði að afklœðast
tilað undirgangastpyntingar. En þeir
setja mig á stól og binda hendurnar
fyrir aftan bak. Svo hefjast raflostin.
Það er einkar sársaukafullt en ekki
eins slæmt og þegar ég er lagður alls-
ber út af og vatni hellt yfir mig fyrst.
Raflostin rykkja mér bara til í sætinu
og knýja stunur fram af vörum
mínum.
Engra spurninga er spurt. Það er
bara hellt yfir mig svívirðingum, þvt
ákafarsem lengra líður. Allt íeinu fer
móðursýkisleg rödd að hrópa í sífellu
eitt orð: , ,Júði ■ ■ ■ júði ■ ■ ■ júði . . ■
júði!” Hinir taka undir og mynda
kór, klappa saman höndunum í takt
viðhrópin: ,,Júði. . . júði. . . júði. .
t f
Er Argentína and-semitísk þjóð?
Nei, það er engin þjóð. En vissulega
em and-semitískir hópar og, já,
nasískir hópar að störfum í Argentínu
og þeir blómstra undir herforingja-
stjórninni sem braust til valda 1976.
Það var öfgahópur hersins sem rændi
mér. Frá upphafi reyndu Videla for-
seti og Robert Viola hershöfðingi,
sem einnig er miðstefnumaður*), að
breyta hvarfi mínu í opinbera hand-
töku til að bjarga lífi mínu. Þeir
* Núforseti.
höfðu ekki erindi sem erfiði. Frá
fyrstu yfirheyrslu var þessi öfgahópur,
sem einnig er miðmöndull nasista í
Argentínu, sannfærður um að hann
hefði fundið það sem hann leitaði að
— einn af vitringum Síons, driffjöðr-
ina í gyðinglegu and-argentínsku
samsæri.
Spurning: ,,Ertu júði?”
Svar: , Já.”
Spurning: „Ertu síonisti?”
Svar: ,Já.”
Spurning: ,,Er La Opinión
síonistablað?”
Svar: ,,La Opinión styður síonisma
sem frelsishreyfingu gyðinga.
Spurning: ,,Þá ER það
síonistablað.”
Svar: ,Já, ef þið túlkið það á
þennan hátt.”
Þetta var eins konar opinberun
fyrir yfirheyrsluaðilana. Hvers vegna
skyldu þeir drepa gæsina sem verpti
gulleggjum? Nær væri að hagnýta
hann fyrir hin mikilvægu réttarhöld
gegn alþjóðlegu samsæri gyðinga.
Það bjargaði lífi mínu. Þaðan í frá var
handtaka mín opinberlega viður-
kennd.
í FANGELSINU ÞAR sem ég sat
vom vikulega haldin námskeið um
þriðju heimsstyrjöldina. Þessi nám-
skeið voru venjulega undir stjórn liðs-
foringja frá leyniþjónustu hersins og
öllum hermönnum og starfsmönnum
hersins skylt að sækja þau.
Á þessum námskeiðum voru oft
teknar ákveðnar fréttagreinar úr