Úrval - 01.02.1982, Page 98
96
ÚRVAL
777 þúsund ferkílómetra svæði? Hvað
ættu þeir líka að gera við það?
Spurning: ,,Heyrðu mig nú,
Timerman. Allir vita að ísrael er lítið
land og getur ekki tekið við öllum
gyðingum heimsins. Þar að auki er
landið umkringt arabaríkjum! Það
þarfnast fjár og stjórnmálastuðnings
úr öllum áttum. Þess vegna hefur
Israel þrjár valdamiðstöðvar erlendis:
eina í Bandaríkjunum, þar sem völd
gyðinga eru áberandi, aðra í Kreml,
þar sem ísrael hefur mikilvæg áhrif. .
Svar: ,,í Kreml? Er þar uppspretta
gyðinglegra áhrifa?”
Spurning: ,,Ekki grípa fram í.
Andstaðan þar er eintóm blekking.
Kreml er enn undir stjórn sömu afla
og hleyptu bolsévxkabyltingunni af
stokkunum og þar voru gyðingar í
lykilhlutverki. Og þriðja valda-
miðstöðin er Argentína, einkum
suðurhlutinn, sem gæti orðið fjár-
hagslegt stórveldi, uppspretta olíu og
matvæla og leiðin til Suðurskauts-
landsins, ef innflytjendur gyðinga frá
hinum ýmsu löndum Rómönsku
Ameríku settust þar að og þróuðu
ríki.”
HVER YFIRHEYRSLA STÖÐ tólf
til fjórtán tíma og kom alltaf óvænt. I
hvert sinn var fjallað um atriði af
þessu tagi. Það var ógerlegt að svara
þessum spurningum.
Við eitt tækifærið var ég leiddur
fyrir innanríkisráðherrann, Albano
Harguindeguy hershöfðingja. Við
höfðum þekkst í mörg ár og hann
langaði að sjá ásigkomulag mitt með
eigin augum. Samtal okkar varð langt
en aðeins eitt athyglisvert kom fram.
Ég sagði honum að mér hefði verið
tjáð að ég yrði leiddur fyrir herdóm-
stól en ekki hvaða sakir yrðu á mig
bornar. Hann sagði mér að hafa ekki
áhyggjur þar sem ég væri ekki í
neinni hjálparsveit og myndi ekki
verða dæmdur af herdómstól. En
hvers vegna var mér þá haldið föngn-
um?
Ráðherra: ,,Þú viðurkenndir að
vera síonisti og það var tilkynnt á
fundi allra hershöfðingjanna.
Timerman: ,,En það er ekki
bannað að vera síonisti. ’ ’
Ráðherra: ,,Nei, en það er óljóst.
Þar að auki játaðirðu það.’’
ÞAÐ ER BEST að dvelja ekki um of
við þessa hleypidóma sprottna af
ofsóknargrillum en snúa sér að
einfaldari sannleika. Ég gat aldrei
sannað fyrir yfxrheyrsluaðilum
mínum að öryggismálaráðherra
Carters forseta, Zbigniew Brzezinsky,
væri ekki gyðingur né heldur yfir-
maður Samsæris gyðinga í Rómönsku
Ameríku eða að Sol Linowitz, banda-
ríski viðskiptamaðurinn og starfs-
rhaður utanríkisþjónustunnar, væri
næstráðandi Brzezinsky og ég fulltrúi
hans í Argentínu. Sumt er ekki hægt
að sanna. Eitt af því er, að mínum
dómi, tilveruréttur gyðinga.
/ leynifangelsinu í Puesto Vasco er
verið aðpynta konu. Klefinn minn er