Úrval - 01.02.1982, Page 100
98
Hann er að gera mér skiljanlegt að
ég þurfi á aðhlynningu að halda sem
aðeins sé á hans færi að veita mér. Ég
hef veitt þessari aðferð athygli hvað
eftir annað. Það er kannski af þreytu
eða uppgjöf eða þeirri tilfinningu
sem svo oft gagntekur þá sem pynt-
aðir eru — vitundin um yfirvofandi
aftöku — að ég svara engu. Hann
svívirðir mig í orðum en lætur ekki
hendur skipta. Hann bindur fyrir
augun á mér, tekur í höndina á mér
og leiðir mig út í garðinn. Hann setur
mig á stólinn aftur og bindur hendur
mínar fyrir aftan bak.
Það heldur áfram að rigna.
Maðurinn andvarpar og fer. Mig
grunar að hann líti á mig með
undrun og spurn í augum.
MÉR ER KASTAÐ á gólfið I klef-
anum — með bundið fyrir augu.
Dyrnar opnast og einhver segir að það
eigi að flytja mig. Tveir dagar eru
liðnir án þess að ég hafi verið pynt-
aður.
Læknirinn kemur að finna mig og
tekur bindið frá augunum á mér. Ég
spyr hann hvort hann sé ekki
hræddur um að ég sjái hver hann er.
Hann læst verða undrandi. ,,Ég er
vinur þinn. Ég annast um þig þegar
þú ert settur í vélina. Hefurðu fengið
nokkuð að borða?”
,,Ég á erfltt með að borða.
Gómarnir eru bólgnir og sárir. Þeir
settu vélina upp í mig. ’ ’
Hann skoðar upp í mig og segist
ÚRVAL
vera stoltur af því hvernig ég hafi
staðist pyntinguna.
Ég er fluttur til aðalstöðva lögregl-
unnar í borginni La Plata þar sem ég
nam við háskólann fyrir mörgum
árum. Úti við eitt hornið í kjallar-
anum stendur stigi við vegginn. Það
er bundið fyrir augun á mér og hend-
urnar bundnar við neðsta þrepið í
honum. Ég get annaðhvort sest eða
lagst.
Þannig er ég látinn vera í tvo daga
og fæ ekkert nema vatn. Við og við fæ
ég að fara á klósettið. Það er talað
vingjarnlega til mín. Mér er sagt að
það verði allt í lagi með mig.
Það er tekið frá augunum á mér.
Varðmenn skiptast á á sex stunda
fresti. Ég er að byrja þekkja þá. Það er
einn sem sparkar í mig í hvert sinn
sem hann á leið hjá, steinþegjandi.
Ég spyr annan varðmann um þetta.
Hann biður mig að sýna þolinmæði
og skilning. Þetta sé góður strákur,
segir hann, en hann þolir bara ekki
júða.
Yfirheyrslan fer fram í einkamat-
stofu yfirlögregluforingjans á efstu
hæð. Þeir eru tveir sem yfirheyra mig
og þeir eru að borða. Mér er boðið að
borða með þeim.
Þeir fullyrða að þá langi ekkert
annað en rabba um stjórnmálin. Þeir
veifa pappírum sem þeir segja að séu
með framburði mínum en ég fæ ekki
að lesa hann. Þegar ég svara einhverju
sem þeim fellur ekki spyrja þeir mig
um mitt eigið líf. Þeir rýna í pappír-
ana. Þegar ég gleymi einhverju eða