Úrval - 01.02.1982, Side 101

Úrval - 01.02.1982, Side 101
NAFNLAUS FANGI — NÚMERSLAUS KLEFI 99 byrja við 15 ára aldur skipa þeir mér að byrja fyrr, þegar ég kom til Argen- tínu fimm ára gamall, eða þegar ég gekk í Macabi-samtökin (íþrótta- klúbb gyðingadrengja) átta ára að aldri. Ef eitthvert svara minna er þeim þóknanlegt láta þeir mig skrifa það, undirrita og gefa fíngrafarið af hægri þumalfíngri áþað. Það sem vekur mesta ákefð er kenning mín um nauðsyn þess að berjast jafnt við hægri og vinstri hryðjuverkahópa. Þeir eru að ímynda sér að þeir geti notað þessar hug- myndir sem ákærugrundvöll gegn mér því ,,að leggja opinber öfl að jöfnu við ólögleg eða stuðningssveitir ólöglegra afla er að vera hluti af þeim ólöglegu”. Þeir spyrja hvort mig iangi að komast í bað. Þeir segja að ég geri mér ekki grein fyrir óþefnum af mér. Raunar hef ég ekki fengið bað í nærri mánuð. Ég sé í spegli hve horaður ég er orðinn. Ég hlýt að hafa lést um fímmtán til tuttugu og fimm kíló en það er engin merki að sjá um pyntingar á líkama mínum. Ilmurinn af sápu og vatni — nú uppgötva ég hann kannski í fyrsta sinn. Þessi gleymda tilfinning gagntekur mig og ég verð óttasleginn því fram til þessa hefur mér tekist að ýta minningunum frá mér. Meðan ég er að baða mig kemur sá sem yfirheyrir mig aftur og spyr um stöðugan fréttaflutning La Opiniðn af rússneskum andófsmönnum. Ég svara að við höfum tekið þá stefnu fyrir allmörgum árum að birta allt sem við gátum um það efni. Hann vill fá að vita hvers vegna. Ég geri enn eina tilraun til að skýra hugmynda- fræði La Opinión, baráttuna gegn hægri og vinstri öfgum, en hann grípur fram í. Hann er sannfærður um að fréttirnar um athafnir andófs- mannanna eigi sér aðeins þann til- gang að útmála andóf sem grund- vallaratriði og að þessi dýrkun andófs sé aðeins til að gefa argentínskum ungmennum hugmyndafræðilegan grundvöll til andófs gegn hernum. Svo skrúfar hann fyrir vatnið. Ég hef ekki enn fengið að skola af mér sápuna. GÆGJUGATIÐ í HURÐINNI hjá mér opnast og vörður lítur inn. Hann brosir og nefnir nafn mitt. Þetta er í fyrsta sinn sem nokkur hefur ávarpað mig hér. Fram til þessa hefur aginn á þessum stað, sem ég var fluttur á fyrir nokkrum dögum, verið afar strangur. í hvert skipti sem skipt er um vörð er Ijósið kveikt að utan og vörðurinn hrópar: ,,Nafn!” Þetta þýðir að gægjugatið er opnað á sex stunda fresti. Svo mér bregður í brún þegar varðmaðurinn notar nafnið mitt. Fyrstu viðbrögð mín eru' ailtaf þau sömu þegar eitthvað nýtt gerist: Hvað verður nú um mig? Vissulega er ég í opinberu, löglegu fangelsi V aðal- stöðvum alríkislögreglunnar í Buenos
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.