Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 103

Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 103
NANFLAUS FANGI — NÚMERSLAUS KLEFI 101 Hann getur aðeins valdið sársauka en hann getur líka brennt — eða drepið. Það er ðmögulegt að æpa. Maður veinar. Einhver mjúkhentur fylgist með hjartslættinum, annar rekur lúkuna upp í mann og dregur tunguna út svo maður kafni ekki af henni. Síðan er stutt hlé. Því næst hefst þetta aftur. Að þessu sinni með svívirðingahrinu, svo spurninga-. Stutt hlé. Þá huggunarorð. Hlé. Sví- virðingar. Hlé. Svo spurningar. Hvaða tilfinningar hrærast? Það eina sem kemur í hugann er þetta: Þeir eru að slíta mig ísundur. En þeir slitu mig ekki í sundur. Þeir skildu ekki einu sinni eftir merki á mér. En þegar maður verður fyrir raflosti finnst honum að verið sé að slíta hann í sundur. Og hann veinar. Þá löngu daga sem ég var aleinn var sérhver tilraun til að rifja upp raunveruleikann mikið og sársauka- fullt átak. Ég hagaði mér eins og hugurinn væri önnum kafinn við ðendanlega fjölbreytt verkefni. Þegar ég var ekki með bundið fyrir augun notaði ég margar mínútur — ég held að það hafi verið mxnútur — til að hreyfa hönd eða fót og virða hreyfinguna fyrir mér af mikilli athygli til þess að gefa mér eitthvert hreyfanleikaskyn. Einu sinni kom fluga inn í klefann. Ég fylgdist með henni klukkustundum saman þar til hún hvarf inn í þrönga sprungu. Svo, þegar þessum „mikilvægu” stundum í lífi mínu var lokið, hófst hugarstritið aftur. Ég ákvað að skrifa bók um augu konu minnar. Hún áttu að heita Augu Risju í númerslausa klefanum. Það var svo skrýtið að ég var ekki að hugsa um konuna mína sem slíka, því það hefði verið óbæri- lega sárt, heldur var ég að herða mig upp, eins og skáld við skrifborð, til að takast á hendur stórt, innblásið verk- efni. Bókin gagntók huga minn marga daga en nú man ég ekki eina einustu setningu úr henni. Löngu seinna varð mér ljóst að ég hafði komið mér upp varnartækni. Ég lét einskis ófreistað til þess að halda uppi einhvers konar starfsemi ótengdri því sem í kringum mig var. Eitt var að skipuleggja bókabúð. Ég velti fyrir mér stærðinni á henni, heiti hennar, leturgerðinni á stöfunum á glugganum, hvers konar bækur hún verslaði með. Smáatriða- starf af þessu tagi hélt huga mínum önnum köfnum dögum saman. Ég forðaðist af ráðnum hug allar bolla- leggingar um mín eigin örlög, hugsanir um fjölskyldu mína eða þjóð. Ég helgaði mig því einfaldlega að vera vitandi vits einn míns liðs með ákveðið starf að inna af hendi. Fyrir kom að eitthvað — einhver nagandi sársauki að lokinni yflr- heyrslu, hungur, þörfin fyrir mannleg samskipti — gerði það að verkum að þetta varnarkerfi brást. Þá tók langan tíma að endurreisa það. En mér tókst að koma í veg fyrir að nokkuð brytist að ráði inn í þessa vandlega vernduðu veröld mína, nema einu sinni. Það var á 27 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.