Úrval - 01.02.1982, Síða 104

Úrval - 01.02.1982, Síða 104
102 ÚRVAL brúðkaupsafmælinu mínu, þegar konunni minni tókst að koma bréfi til mín. Það sem ég formælti konunni minni þennan dag! Hve oft sagði ég ekki við sjálfan mig að ég ætlaði alls ekki að lesa bréfið hennar. Eftir svona langar og margar tilraunir til að gleyma, að koma mér undan því að elska og þrá, að hugsa, að láta þá brjóta niður alla þessa vandlega upp- byggðu vörn. Risja, hugsaði ég. Hvers vegna gerirðu mérþetta? Höfuðóvinur þess sem situr í fangelsi og undirgengst pyntingar er ekki raflostið heldur hinn ytri heimur sem þrengir sér inn með öllum sínum minningum. ALLT SÍÐAN ÉG var látinn laus hef ég beðið eftir einhverju mikil- vægu áfalli, einhverri djúpri við- varandi martröð sem splundraðist skyndilega einhverja nóttina og gerði mér kleift að upplifa þetta allt — eitthvað sem bæri mig aftur þangað sem þetta gerðist og hreinsaði mig og skilaði mér síðan aftur hingað þar sem ég sit og skrifa. En ekkert hefúr gerst. Kyrrðin erskelfileg. Pynting pyntinganna í þorpinu Martínes, um tuttugu kílómetra norður af Buenos Aires, er gamalt, einnar hæðar hús, fyrrum lögreglustöð. Þar eru þröngar dyr og hlið fyrir bíla. Lítið anddyri er notað sem vopnabúr og opnast inn í herbergi varðmannsins. Lengra inn eftir ganginum er herbergi yfír- mannanna tveggja. Eldhúsið er notað sem pyntingarklefi. Úr eldhúsinu opnast dyr út í ferhyrndan garð. I honum miðjum er járnskúr þar sem föngum er haldið tímum eða dögum saman, annaðhvort standandi, liggjandi eða bundnum á stól. 1 öðrum garði er salerni fyrir þá sem þetta hús gista og fjær eru dyr sem liggja ofan í kjallara. í kjallaranum er gangur og út frá honum klefar. Veggirnir eru sífellt slagaðir en sumir klefarnir eru sem betur fer með gat í gólfinu. Einn þeirra hefur ekki verið opnaður í heilt ár. Sagt er að þar sé skæruliði inni. Klefarnir eru ónúmeraðir. Fangarnir hafa engin nöfn. Þetta er leynifangelsi Guillermo Suárez Mason hershöfðingja. Það gengur undir nafninu Coti Martínes. Ég er í herbergi varðmannsins inn af anddyrinu, bundinn í rúmið eftir barsmíðarnar sem ég fékk daginn sem ég var fluttur frá aðalstöðvum lög- reglunnar í Buenos Aires. Allir klefarnir eru uppteknir og mér er haldið hér. Annaðhvort hafa engar skýrar skipanir borist um hvað eigi að gera við mig eða eitthvað hefur tafist. Enginn veit hver vegna ég er hér. Ég hef verið pyntaður og yfirheyrður í apríl og maí 1977 og nú er kominn júlí. Þeir eru á báðum áttum. Síðar koma fyrirmæli um að geyma mig en misþyrma mér ekki. Þeir hafa aldrei kynnst þvílíku og vita ekki á hvað það veit í framtíðinni. Hver þeirra um sig reynir að koma á einhvers konar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.