Úrval - 01.02.1982, Side 107
NAFNLAUS FANGI — NÚMERSLAUS KLEFI
105
hvort nægilegar sakir séu á hendur
mér til að réttlæta réttarhöld. En þar
sem hann veit að þvílíkar sakir em
ekki til nota dómararnir þennan eina
og hálfa dag sem þeir höfðu til að
spyrja mig út úr til þess að viðra
hugmyndafræði sína, sálarflækjur,
hugarburð, hatur og ótta.
Liðsforingi leiðir mig í réttarsalinn.
Hann er gríðarstór, um tíu metrar á
breidd og tuttugu og tveir á lengd.
Mér er skipað til sætis á litlum,
rauðum bekk — hinum fræga sak-
borningsbekk — fyrir öðmm enda
salarins. Við hinn endann er hálf-
mánalagað borð herréttarins á upp-
hækkuðum palli.
Dómararnir koma inn um hliðar-
dyr. Þeir em einkennisklæddir, með
húfur. Þeir stíga upp á pallinn og
standa réttir þangað til forseti
réttarins skipar þeim að setjast. Við
setjumst allir. Þeir em með húfurnar.
Þetta er áhrifamikið og loftið er
þmngið spennu.
Dómforsetinn spyr: ,,Ert þú
gyðingur?”
, Já, herraforseti.”
,,Em félagar þínir, eða vom,
gyðingar?”
, Já, herraforseti.”
„Hefur þú nokkurn tíma afneitað
síonisma?”
, ,Nei, herra forseti. ’ ’
,,En samt, samkvæmt þessari lög-
regluskýrslu, varst þú handtekinn
1944 fyrir að vera í hópi tengdum
kommúnistaflokknum. ’ ’
,,Ég var handtekinn 1944 á kvik-
myndahátíð argentínska mann-
réttindabandalagsins. Ég var aðeins í
haldi í tuttugu og fjóra tíma því það
var sannað að ég hafði ekki verið þátt-
takandi í þeim hópi sem lögreglan
taldi kommúnistahóp. ’ ’
, ,Á þessum tíma varst þú í Frelsis-
samtökum ungmenna sem einnig
vom skráð sem samtök í tengslum
við kommúnistaflokkinn. ’’
,,Það er rétt. Félagar Frelsis-
samtakanna vom ungir stuðnings-
menn sigurs bandamanna í heims-
styrjöldinni síðari. Félagarnir dreifðu
fréttum um hvernig Stóra-Bretlandi,
Kína, Bandaríkjunum, Rússlandi og
Frakklandi gekk í stríðinu án þess að
gera á nokkurn hátt upp á milli
þessara landa. Þeir söfnuðu einnig fé
til kaupa á lyfjum sem send vom
bandamönnum. ”
, ,Lögreglan leysti þessi samtök upp
þar sem þau vom talin kommúnísk.
,,Það var skilgreining lögregl-
unnar. Ég var félagi í þessum
samtökum sem andfasisti, gyðingur
og síonisti.”
1939 höfðum við ekkert útvarp en
einn morguninn, þegar sírenur
þriggja stóru dagblaðanna í Buenos
Aires hljómuðu, flýtti mamma sér út
og kom aftur með þau tíðindi að
Frakkland og England hefðu lýst
stríði á hendur Hitler. Hún Ijómaði.
,,Eftir mánuð verður búið að sigra
hann. Bræðra okkar verður hefnt. ”
1940 og 1941 fóru gamlar kempur
úr spænsku borgarastyrjöldinni að
flytjast til Argentínu. Þeir komu í