Úrval - 01.02.1982, Blaðsíða 108
106
smáhópum. Ég gat varla haft mig af
börunum þar sem þeir söfnuðust
saman, héldu fundi og lifðu böhema-
lífisínu.
Við vorum 18, 19 og 20 ára á þess-
um tíma og þyrptumst að mönnum
sem höfðu af eigin raun kynnst
fasisma og raunverulegu stríði. Já, við
vorum í Frelsissamtökum œskufólks
þvíþað var ðgerningur að komast til
Palestínu eða ístríðið. Fyrir þann sem
var tvítugur 1943 var óþolandi að
geta ekki barist gegn fasisma en það
var ekkert hægt að gera annað en
safna peningum, vefja sáraumbúðir
og undirrita yfirlýsingar.
Og nú var allt þetta úthaf efa-
semda og ímyndunarafls, æsku og
drauma, allt í einu orðið að ðmerki-
legri lögregluskýrslu í höndum
Clodoveo Battesti, forseta sérstaks
herréttar nr. 2, til að gera úr stuttara-
legan útdrátt, án þess að taka til
greina efasemdir þeirra sem höfðu
brugðist við fréttum og myndum af
Auschwitz, Varsjá og Babi Yar með
spurningum um sjálfan sig og mann-
kynið.
„HEFUR ÞÚ SÍÐAR haft eitthvert
samband við hermdarverkamenn?”
,,Nei, herraforseti.”
,,En þú þekktir hermdarverka-
menn?”
,,Herra forseti, sumir þeirra sem
herinn kallar hryðjuverkamenn voru
áður þingmenn á argentínska
þinginu. Ég átti samtöl við þá sem
handhafa löggjafarvaldsins. Það er
ÚRVAL
ekki nema eðlilegur hluti af starfi
blaðaútgefanda og ritstjóra. ’ ’
„Timerman, svaraðu spurn-
ingunum. Hefur þú haft eitthvert
samband við hryðjuverkamenn, já
eðanei?”
,,Nei, herraforseti.”
,,Samt birtust yfirlýsingar leiðtoga
hryðjuverkamanna iðulega í blaði
þínu. Hvernig bárust þessar yfir-
lýsingar þér í hendur? ’ ’
,,Herra forseti, ég hef aldrei
birt yfírlýsingar frá þeim sem
vom í felum. Hvernig gat ég skil-
greint þann sem hryðjuverka-
mann sem kallaði saman blaða-
mannafund, hafði ekki verið hand-
tekinn af lögreglu eða her og útvarp
og sjónvarp tóku við yfirlýsingum frá
og birtu? Öll blöðin birtu þessar yfir-
lýsingar en samt em útgefendur
þeirra ekki frammi fyrir herrétti. ’ ’
,,En þegar einn þessara hryðju-
verkamanna var handtekinn
blandaðir þú þér grunsamlega í
málið.”
,,Ef hann hefði fengið löglega
meðferð hefði ég ekki blandað mér
gmnsamlega í málið. Það var aðeins
þegar honum var neitað um þau
mannréttindi að mér fannst lög og
regla vera i húfi og réttarkerfi
þjóðarinnar stefnt í voða. Ég vil
minna á að ég var eini blaðaút-
gefandinn sem persónulega undir-
ritaði greinar sem fordæmdu hryðju-
verkastarfsemi og ásakaði leiðtoga
hryðjuverkamanna með nafni. ’ ’
„Sumir segja að þetta hafir þú gert