Úrval - 01.02.1982, Page 110
108
ÚRVAL
Aires frá þvt aðþað sé óróleiki íaðal-
stöðvum hersins og háttsettir emb-
ættismenn hersins séu að ræða
hvaða afstöðu eigi að taka til
ákvörðunar hæstaréttar um að láta
mig lausan. Tilkynnt er um fundi
herforingjaráðsins.
Háttsettur herforingi kemur. Hann
segist ætla að flytja mig á annan stað.
Ég á að taka með mér poka með
fötum. Hann segir að ef ég komi ekki
meðgóðu verðiég tekinn með valdi.
Við förum niður í kjallara þar sem
ómerktur bíll bíður. Það er ekið hratt
og á eftir okkur koma margir btlar
með óeinkennisklæddum mönnum.
/ skrifstofum öryggisdeildar ríkisins
er mér sagt að ég hafi verið sviptur
ríkisborgararétti og verði fluttur
þegar í stað út á flugvöll. Ég malda í
móinn og bendi á að aðeins dómari
geti gert þetta og til þess að
dðmurinn sé gildur verði 60 dagar að
líða frá uppkvaðningu hans og á þeim
tíma eigi ég áfrýjunarrétt.
,,Afrýjaðu frá ísrael, ” er svarið.
Þannig frétti ég að ég er að fara til
ísrael.
Mér er fengið vegabréf sem gildir í
tvo daga. ísraelski sendifulltrúinn
kemur inn. Hann krefst þess að fá að
fylgja mér. Við förum allir saman út
úr húsinu. lsraelskir öryggisverðir
btða á jarðhæðinni þar sem tveir btlar
btða.
Við komum á flugvöllinn þar sem
flugvél frá Aerolinas Argentinas
bíður, ferðbúin til Rómar. Þegar ég er
kominn um borð fer fylgdarlið mitt.
ísraelski sendifulltrúinn fer allra
síðastur tilað vera viss um að ég verði
ekki tekinn úr vélinni. Tlugvélin hefst
áloft. *
Seinna frétti ég að 13 mínútum
eftirað ég fór að heiman kom þangað
hópur hermanna sem hugðist ræna
mér.
ÉG HEF VERIÐ tvo daga í ísrael og
dvel um Yom Kippur (ísraelskur há-
tíðisdagur) á samyrkjubúi þar sem
einn sona minna á heima. I útvarpinu
heyri ég orðið Argentína og nafnið
mitt ásamt nafni Luciano Menéndez
hershöfðingja. Einhver þýðir:
Menéndez hershöfðingi hefur hafið
uppreisn til að kollvarpa stjórninni
vegna þess að hún lét mig lausan.
Þar sem viðbrögð mín em ennþá
stillt á Argentínu bregður mér í brún.
Mér fannst ég ekki geta sloppið. En
samt var Menéndez, sem hafði hagað
sér eins og guð sem þurfti ekki annað
en lyfta hendinni til að gera út um líf
eða dauða óteljandi manna í
einangrunarfangabúðunum sem
hann stjórnaði, ófær um að ná til
mín. Hann gat samt stefnt Argentínu
út í borgarastyrjöld, Hann gat enn
sent fjölda Argentínubúa í pyntingar-
klefana, kastað þeim í ár og vötn —
en hann gat ekki lengur snert mig.
Ég veit að það ætti að draga saman
einhverja niðurstöðu x lok sögu
Þegar Timerman var látinn laus var kona hans í
heimsókn hjá Hectori syni þeirra í New York.
Hún hélt á eftir manni sínum til Tel Aviv 27.
september.