Úrval - 01.02.1982, Page 114
112
ÚRVAL
ungbörn sem veinuðu á dauða-
stundinni, svefnlausir hermenn í
fremstu víglínu sem þágu engin laun.
Ég gat ekki um annað hugsað en að
segja sögu þessa stríðs. Pran, sem líka
var hálfmiður sín út af þessu öllu, fór
að líta á blaðamennsku sem leið til
þess að segja frá hörmungunum sem
fólk hans þurfti að líða.
Eftir þvx sem stríðið dróst meira á
langinn og ástandið versnaði gerði ég
meiri og meiri kröfur til Pran. Hann
kvarfaði svo að segja aldrei. Einu
sinni lét hann þó í ljós óánægju sína.
Við höfðum verið að ræða við In Tam
forsætisráðherra sem talaði khmera-
mállýsku. Pran þýddi bókstaflega og
ég var að reyna að finna eitthvað í því
sem forsætisráðherrann hafði sagt
sem gæti gefið til kynna hvað hann
raunverulega hugðist fyrir. Pran kom
með eina þýðingu, síðan aðra, og við
enduðum með því að hnakkrífast. Ég
heimtaði að fá að vita hvað Pran héldi
að In Tam hefði x raun verið að
meina. Loks hreytti hann framan í
mig: ,,Ég get aðeins sagt þér 80 %.
Tuttugu prósentum verð ég að halda
fyrirsjálfan mig.”
Einlæg bón
Endurminningar mínar frá því
þegar allir voru fluttir á brott frá
bandaríska sendiráðinu — 12. apríl
1975 — eru nokkuð mótsagna-
kenndar, skýrar og þó eins og í
draumi. Klukkan 7 kemst ég að þvx
að starfsmenn sendiráðsins eru að
hverfa á brott. Við Pran fáum aðeins
tíma fram til klukkan hálftíu til að
ákveða hvort við ætlum að verða eftir
eða fara með. Pran veit að ég vil helst
fylgjast með því sem á eftir að gerast
allt til loka — hann ætlar líka að
verða eftir. Fyrst vill hann þó ná í fjöl-
skyldu sína, eiginkonuna og fjögur
börn, og koma þeim í burtu. Þegar
aðeins 10 mínútur eru til stefnu er
fjölskyldunni komið fyrir uppi á
slðasta flutningabílnum sem ekur af
stað að þyrluvelli sendiráðsins.
Síðasta þyrlan hefur sig til flugs. Við
erum einir eftir.
Næstu fimm daga þjótum við Pran
fram og aftur um borgina og reynum
að fá sem gleggsta mynd af því sem er
að gerast í allri ringulreiðinni.
Aðfaranótt 16. apríl verður ljóst að
fall höfuðborgarinnar er skammt