Úrval - 01.02.1982, Síða 115

Úrval - 01.02.1982, Síða 115
SAGA UM VINÁTTU 113 undan. Eldar loga allt í kringum borgina og lýsa upp næturhimininn. Þúsundir flóttamanna streyma inn í Phnom Penh og flytja með sér fátæk- legar eigur sínar. Klukkan hálfsjö að morgni 17. apríl skrifa ég í minnisbók mína: „Borgin fellur.” Pran snýr sér að mér og segir: „Þessu er lokið.” Við lítum hvor á annan og sjáum nú í fyrsta skipti nagandi óvissuna í svipnum. Hvað er framundan? Fyrstu klukkustundirnar eftir sigur kommúnista og í glundroðanum sem fylgir sláumst við Pran í hóp með breska blaðamanninum Jon Swain og A1 Rockoff, bandarískum blaðaljós- myndara. Við ökum til stærsta sjúkra- hússins x borginni til þess að fá svo- litla hugmynd um hve margir hafi látið líflð. Þegar við komum á lóð sjúkra- hússins benda rauðir khmerar okkur að koma út úr bílnum og beina að okkur byssum sínum. Þeir skipa okkur að rétta upp hendur. Ég leita ósjálfrátt eftir leiðbeiningum frá Pran. Við höfum áður lent í erfið- leikum en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef séð raunverulegan óttasvip á andliti hans. Stamandi segir hann mér að gera allt sem þeir segi mér. Ég skelf. Hér verðum við drepnir, hugsa ég með sjálfum mér. En Pran hefur einhvern veginn tekist að ná stjórn á sér og fer nú að biðja khmerana einhvers á meðan þeir ýta okkur og Sarun, kambódíska bílstjóranum okkar, inn í brynvarinn bíl sinn. Við förum allir upp í bílinn — nema Pran — sem heldur áfram bænum sínum fyrir utan. Auðvitað höldum við að hann sé að reyna að komast í burtu. Loks klifrar hann upp í bílinn til okkar og bílinn ekur af stað. Sarun útskýrir í hálfum hljóðum að Pran hafi síður en svo verið að reyna að fá að fara í burtu. Hann hafí þvert á móti verið að fá þá til þess að leyfa sér að koma upp í bílinn líka. Rauðu khmerarnir höfðu sagt honum að þeir vildu ekki fá hann, aðeins „stóra fólkið”. Pran vissi að úti var um okkur ef hann kæmist ekki með svo hann fékk þá að lokum til þess að taka sig með, sem þýddi í raun að hann stofnaði sínu eigin lífí í hættu til þess að bjarga okkur. Skyndilega nemur bíllinn staðar og afturhurðin er rifin upp. Tveir rauðir khmerar beina rifflum sínum að okkur. Bak við þá er sendinn árbakki. Þeir ætla að skjðta okkur hér, hugsa ég, og kasta okkur íána. Við stígum út úr bílnum eins og liðin lík. í heila klukkustund grát- bænir Pran þá að þyrma lífí okkar. Liðsforingi sendir mann til höfuð- stöðvanna. Við bíðum, og vonum, á meðan Pran heldur áfram að tala. Loks kemur sendiboðinn aftur — og eins og kraftaverk hafi gerst eru rifflarnir látnir síga. Okkur fímm er sleppt. Ég lít á Pran og hann brosir varfærnislega. Honum hefur tekist að sláþessu áfrest, hugsa ég með mér. Löngu síðar spyr ég Pran hvers vegna hann hafí lagt svo hart að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.