Úrval - 01.02.1982, Side 118

Úrval - 01.02.1982, Side 118
116 spurði hann í þaula, eins og vitstola maður, um hvert smáatriði sem hann vissi um Pran. Hann sagði að Pran hefði komið til sín í Angkor Wat 15. febrúar en sjálfur hefði hann verið að koma til Parísar rétt í þessu. Pran hafði beðið hann að koma til mín boðum. ,,Þau munu gera hann glaðan,” hafði Leo eftir Pran. Auk þess hafði Pran beðið Leo að taka af sér mynd og senda mér hana líka. Myndin stóð nú á skrifborðinu mínu, innrömmuð, og kveikti hjá mér vonir þótt hún gæti í raun ekki með öllu útilokað óttann í brjósti mér. Ef mark væri takandi á öllum þeim fréttum sem borist höfðu með flóttamönnum þá var það engin trygging að maður yrði á lífí á morgun þótt hann hefði verið það í dag. Hvorki ég eða Ser Moeun hefðum þó getað látið okkur dreyma um þær skelfingar og brjálæði sem einkennt höfðu líf Prans í Kambódíu fram til þessa. Pran hafði dulbúist sem leigubíl- stjóri eftir að hann yfírgaf franska sendiráðið. Hann hafði farið í óhreina skyrtu, stuttbuxur og sandala. í þessu gervi fékk hann persónu- skilríki og lagði af stað norður á bóginn til þorpsins Dam Dek sem var um það bil 32 kílómetra austan við Siem Reap. Hungursneyð varð í landinu og í Dam Dek var hrísgrjóna- skammturinn loks kominn niður í eina skeið á mann á dag. Þorpsbúar átu þá x örvæntingu sinni hvað sem ÚRVAL var, skordýr, rottur, kóngulær og trjábörk. Pran varð vitni að því hvað eftir annað að fólk var barið eða drepið. ,,Þeir fóru með það eitthvað í burtu og murkuðu úr því lífið með múr- steinum og skóflum til þess að spara skotin.” Minnsta átylla var notuð til þess að drepa fólk — það nægði að piltur og stúlka héldust í hendur, að fólk tæki sér hvíld frá vinnu eitt augnablik í leyfisleysi eða að grunur léki á að þar leyndist kennari eða hermaður. Þegar komið var fram í október 1975 var Pran — sem starfaði þá með vinnuflokki úti á hrísgrjónaökrunum — orðinn svo hungraður að hann reyndi að stela sér svolitlu af hrís- grjónum. Til hans sást og eftir að hafa verið barinn næstum til dauða með flatri sveðju, sem notuð var til þess að skera bambus, var hann látinn ganga fram fyrir 600 íbúa þorpsins og lýsa sekt á hendur sér fyrir þennan ,,glæp”. Pran dvaldist í Dam Dek frá 1975 til 1977 og vann þar við ýmislegt: hann bar mold á hrísgrjónaekrurnar, vann að uppskerustörfum, hjó niður tré í frumskóginum. Vinnudagurinn var frá því klukkan 4 á morgnana og fram til sex á kvöldin og stundum var jafnvel unnið lengur þegar uppskeru- tíminn stóð sem hæst. Síðla árs 1977 fluttist hann í annað þorp eftir að hafa komist á snoðir um það að einhverja öfgamenn meðal þorpsbúanna í Dam Dek væri farið að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.