Úrval - 01.02.1982, Qupperneq 118
116
spurði hann í þaula, eins og vitstola
maður, um hvert smáatriði sem hann
vissi um Pran. Hann sagði að Pran
hefði komið til sín í Angkor Wat 15.
febrúar en sjálfur hefði hann verið að
koma til Parísar rétt í þessu. Pran
hafði beðið hann að koma til mín
boðum. ,,Þau munu gera hann
glaðan,” hafði Leo eftir Pran. Auk
þess hafði Pran beðið Leo að taka af
sér mynd og senda mér hana líka.
Myndin stóð nú á skrifborðinu
mínu, innrömmuð, og kveikti hjá
mér vonir þótt hún gæti í raun ekki
með öllu útilokað óttann í brjósti
mér. Ef mark væri takandi á öllum
þeim fréttum sem borist höfðu með
flóttamönnum þá var það engin
trygging að maður yrði á lífí á
morgun þótt hann hefði verið það í
dag. Hvorki ég eða Ser Moeun
hefðum þó getað látið okkur dreyma
um þær skelfingar og brjálæði sem
einkennt höfðu líf Prans í Kambódíu
fram til þessa.
Pran hafði dulbúist sem leigubíl-
stjóri eftir að hann yfírgaf franska
sendiráðið. Hann hafði farið í óhreina
skyrtu, stuttbuxur og sandala. í þessu
gervi fékk hann persónu-
skilríki og lagði af stað norður á
bóginn til þorpsins Dam Dek sem
var um það bil 32 kílómetra austan
við Siem Reap. Hungursneyð varð í
landinu og í Dam Dek var hrísgrjóna-
skammturinn loks kominn niður í
eina skeið á mann á dag. Þorpsbúar
átu þá x örvæntingu sinni hvað sem
ÚRVAL
var, skordýr, rottur, kóngulær og
trjábörk.
Pran varð vitni að því hvað eftir
annað að fólk var barið eða drepið.
,,Þeir fóru með það eitthvað í burtu
og murkuðu úr því lífið með múr-
steinum og skóflum til þess að spara
skotin.” Minnsta átylla var notuð til
þess að drepa fólk — það nægði að
piltur og stúlka héldust í hendur, að
fólk tæki sér hvíld frá vinnu eitt
augnablik í leyfisleysi eða að grunur
léki á að þar leyndist kennari eða
hermaður.
Þegar komið var fram í október
1975 var Pran — sem starfaði þá með
vinnuflokki úti á hrísgrjónaökrunum
— orðinn svo hungraður að hann
reyndi að stela sér svolitlu af hrís-
grjónum. Til hans sást og eftir að hafa
verið barinn næstum til dauða með
flatri sveðju, sem notuð var til þess að
skera bambus, var hann látinn ganga
fram fyrir 600 íbúa þorpsins og lýsa
sekt á hendur sér fyrir þennan
,,glæp”.
Pran dvaldist í Dam Dek frá 1975
til 1977 og vann þar við ýmislegt:
hann bar mold á hrísgrjónaekrurnar,
vann að uppskerustörfum, hjó niður
tré í frumskóginum. Vinnudagurinn
var frá því klukkan 4 á morgnana og
fram til sex á kvöldin og stundum var
jafnvel unnið lengur þegar uppskeru-
tíminn stóð sem hæst.
Síðla árs 1977 fluttist hann í annað
þorp eftir að hafa komist á snoðir um
það að einhverja öfgamenn meðal
þorpsbúanna í Dam Dek væri farið að