Úrval - 01.02.1982, Page 120

Úrval - 01.02.1982, Page 120
118 ÚRVAL nokkur hundruð metra inni í Kambódíu — og beið eftir rétta andartakinu til þess að komast yfir. Loks var það 3. október að Pran komst inn í flóttamannabúðirnar í um 20 kílómetra fjarlægð. Þar leitaði hann uppi bandarískan hjálparmann, konu sem hann sagði sögu sína, og bað um að haft yrði samband við mig í gegnum bandaríska sendiráðið eða Times-fréttaritarann í Bangkok, Henry Kamm. Henry hringir í mig 4. október. ,,Pran er sloppinn,” segir hann hrað- mæltur. ,,Hann er kominn til Thailands og er í flóttamannabúðum í Surin.” Ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Ég heyri Henry segja eitthvað um það að hann sé að fá bandaríska sendiráðið til þess að flýta fyrir heimild fyrir Pran að komast til Bandaríkjanna en ég fylgist ekki með því sem hann segir. Ég græt við borðið mitt, en það skipti ekki máli. Ég hringi í Ser Moeun. Hún er ekki komin heim úr vinnu sinni í bankanum. Ég næ í elsta soninn, Titony, og ryð úr mér fréttunum. ,,Hey!” hrópar hann, orðinn eins amerískur í sér og fótboltamaður. ,,Alltí lagi!” Næstu dagar líða sem í draumi. Ég legg af stað með fyrstu vél og kem í flóttamannabúðirnar 9- október. Klukkan 8.45 geng ég inn í kofann þar sem Pran býr með nokkrum öðrum. Hálfstamandi spyr ég á frönsku um Pran. Hann er ekki þar en ungur maður hleypur út til þess að ná í hann og hrópar um leið. „Bróðir, bróðir, það er einhver kominn! Nú hefurðu tækifærið.” Pran kemur hlaupandi og stekkur í fang mér, vefur fótleggjunum um mittið á mér og grúfir sig niður í öxl mína. ,,Þú komst, Syd, ó, Syd, þú komst.” Hann segir þetta snöktandi. Við stöndum svona í nokkrar mínútur þar til líkami hans hættir að skjálfa og fótleggirnir síga niður á jörðina á nýjan leik. ,,Ég er endurfæddur,” segir hann. , ,Þetta er mitt annað líf. ’ ’ Við göngum hægt inn 1 kofann með handleggina um axlir hvor annars. Fótleggir og fætur Prans eru alsettir örum og tennurnar eru lausar og skemmdar af næringarskorti. Hann hefur hendurnar mest í vösunum vegna þess að annars hristast þær eins og hendur gamals manns. Við tölum og tölum og getum ekki hætt. Við æðum úr einu í annað á meðan við erum að reyna að fá einhverja vimeskju um þau fjögur og hálft ár sem liðin em. „Á hverjum mánuði meðan rauðu khmerarnir stjórnuðu,” segir Pran og rifjar upp það sem liðið er, „dreymir mig að þú sért að koma til þess að sækja mig í þyrlu. Ég er með talstöð niðri á jörðu og þú kallar til mín og segir mér hvar þú ert.” Ég segi honum að hvað eftir annað hafi mig dreymt sama drauminn. Við hlæjum til þess að reyna að losna úr þessum viðjum. Við emm
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.