Úrval - 01.02.1982, Page 125

Úrval - 01.02.1982, Page 125
ÁHÆTTULEIKARAR HOLLYWOOD 123 að gerast?” Hann skellir nokkrum leikfangabílum í aurinn og sest á hækjur sér. Hann skýrir skipulag áhættuatriðisins með því að skutla leikfangabílunum og litlu vöru- bílunum um allt eins og knattspyrnu- þjálfari sem er að setja upp leik. Það er Dick Ziker, einn besti áhættuleikarinn, sem á að skipu- leggja áhættuatriðin í myndinni. Hann ákveður hverjir sjá um aksturinn sem sést í baksviðinu og hverjir eru settir í aðalsýningaratriði, eins og áhættuatriðin eru kölluð. Allir áhættuleikararnir, sem hér eru saman komnir, vilja vera með í sýningaratriðunum. Þeir hafa ekki áhuga á að festast í þrautleiðinlegum baksviðsakstri. Þá langar að sýna Needham og félögum hans hvað þeir geta. Þeir eru líka að sækjast eftir „áhættufúlgunni” — þóknuninni sem er greidd fyrir áhættuatriði. Nær allir áhættuleikarar líta á sig sem atvinnumenn í Iþróttum. Um það bil 100 þeirra 400 félaga Banda- ríska kvikmyndaleikarafélagsins, sem segjast vera áhættuleikarar, lifa góðu lífi sem slíkir, fá að meðaltali 50.000 til 80.000 dollara árskaup. Aðeins þeir fjölhæfustu fá hæsta kaupið — þeir sem eru sérfræðingar á hestum, bílum eða í falli úr mikilli hæð. Áhættuleikarar, sem skapað hafa sér sérstakan stíl og vakið athygli fyrir glæsileik í atriðum sínum, komast upp undir 200.000 dollara árstekjur vegna samningsbundinna greiðslna sjónvarpsins. Áhættuleikarar ársins 1920 skipu- lögðu ekki hættuatriðin. Þeir bara unnu þau. ,,Á þeim tíma,” segir Yakima Canutt, 85 ára, áhættuleikari á eftirlaunum, „vorum við bara með hlífar á olnbogum og hnjám.” En Yakima tókst, með því að nýta sér vélfræðiþekkingu sína, að undirbúa sýningaratriðin sín svo vel að hann gat séð nákvæmlega fyrir hvenær hestur myndi detta og hve langt hestvagn kæmist. Það er Canutt að þakka að áhættuatriðin urðu öruggari. Áhættuleikarar í kúrekahlut- verkum verða nú orðið að læra ný atriði eða eiga á hættu að missa atvinnuna því eltingaleikjamyndir hafa leyst kúrekamyndirnar af hólmi. Margir nýju áhættuleikaranna hafa undirstöðuþjálfun í fimleikum. Áhættuleikarar nútímans eru x eldvörðum búningum úr málmefnum og hafa andlitsgrímur úr óeldfimum plastefnum svo þeir geta breyst í lifandi kyndla. Þeir taka sér stöðu á „lofthrútum” — vélbúnaði sem stangar þeim hátt í loft upp — í stað þess að nota stökkbretti. Þegar þeir fleygja sér fram af stórhýsum lenda þeir á loftpúðum úr næloni, sérhönnuðum til að draga úr fallinu. En þrátt fyrir uppfinningar og varúðarráðstafanir hafa sex áhættu- leikarar farist í starfi síðastliðin fimm ár — fleiri en næstu tíu ár þar á undan. Auk þess hefur baráttan milli framleiðenda sjónvarpsþátta og kvik- myndaframleiðenda um markaðinn leitt til hættulegri atriða og mikið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.