Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 7

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Blaðsíða 7
FÉLAGSTÍÐINDI n Sam|Dykktir fyrir Stéttarsamband bænda 1. gr. Stéttarsamband bænda er stofnað sem sjálfstæð deild innan Bf. ísl., en starfar að ákveðnum verkefnum eftir því sem fyrir er mælt í samþykktum þessum. 2. gr. Verkefni Stéttarsambands bænda er að að vera baráttuaðili fyrir hönd bænda- stéttarinnar um þau mál, sem varða bein hagsmunamál stéttarinnar og þó einkum um eftirtalin atriði: a) Að vera fulltrúi og framkvæmdaraðili bændastéttarinnar um verðlag og verð- skráningu landbúnaðarvara, gagnvart Al- þingi og ríkisstjórn og öðrum aðilum, sem um þau mál kunna að fjalla. b) koma fram fyrir hönd bænda við samninga um kaup og kjör verkafólks til landbúnaðarstarfa, s. s. Ráðningarskrif- stofu landbúnaðarins og annars staðar, eftir því sem þörf krefur. c) Vera málssvari og samningsaðili bænda gagnvart öðrum stéttarfélögum og stofnunum og gæta í hvívetna hagsmuna þeirra. ur eru litlar eða engar horfur á að bændur fái einu sinni þetta verð fyrir kjötið. Kjötverðið til bænda hefur verið ákveðið tvö undanfarin verðtímabil kr. 6.82. Sam- kvæmt útreikningi Hagstofunnar þurf'a bændur að fá nú kr. 8,62 fyrir kjöt kg., til þess að bera úr býtum fyrir vinnu sína svipað og aðrar vinnandi stéttir þjóðfé- lagsins. Þegar þetta er borið saman við það verð sem verðlagsnefnd gerir ráð fyrir að bænd- ur fái á yfirstandandi sölutímabili, eða kr. 5.98, er augljóst, að hér er um stórfellt fjár- hagslegt áfall að ræða fyrir bændur. í tilefni af þessu samþykkir stjórn Stétt- arsambands bænda svofellda ályktun: „Þar sem augljóst er, að bændur verða fyrir tilfinnanlegu tjóni af óheppilegum verðlagsráðstöfunum og fleiru, og bersýni- legt er, að tekjur þeirra stór rírna frá því er verið hefir, þrátt fyrir sívaxandi til- kostnað, þá skorar Stéttarsambanda bænda á Alþingi og ríkisstjórn að leita nú þegar úrræða til að bæta bændum þetta með útflutningsuppbótum, eða á annan hátt.“ 3. Verkefni, sem fyrir liggja eru mörg og mikilsverð. Ef svo ólíklega færi, að fátt eitt af því, sem við óskum eftir, komist fram á Alþingi því, er nú situr, verða bændur að þjappa sér enn fastar saman til sóknar og varnar málum sínum. Stjórn Stéttarsambandsins hefur ákveð- ið að ganga hið fyrsta frá frumvarpi til samþykktar um sölustöðvun á framleiðslu- vörum bænda, ef til þyrfti að taka, og ýms önnur ákvæði í sambandi við það. Frum- varp þetta mun verða sent stjórnum allra búnaðarsambandanna til umsagnar. Þá mun stjórnin leitast við að fá hæfa menn til að skrifa um félagssamtök bænda á Norðurlöndum. Enn fremur að birtar verði opinberar skýrslur um verðlag á innlendum framleiðsluvörum og kaupgj aldi, svo og tilsvarandi opinbert verðlag og kaupgjald í nágrannalöndum okkar strax og til þess næst. Með fullu trausti á samheldni og áhuga bænda fyrir málefnum þeirra.. Sverrir Gíslason Jón Sigurðsson Helgi Jónsson Sigurjón Sigurðsson Einar Ólafsson.

x

Félagstíðindi Stéttarsambands bænda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Stéttarsambands bænda
https://timarit.is/publication/1916

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.