Félagstíðindi Stéttarsambands bænda - 01.11.1945, Side 8
8
FÉLAGSTÍÐINDI
d) Hafa forustu um, að bændur beiti
samtakamætti sínum, til að fá framgengt
sameiginlegum kröfum þeii’ra í verðlags-
og viðskiptamálum eftir því sem ástæður
eru til á hverjum tíma.
3. gr.
Hvert hreppabúnaðarfélag kýs tvo kjör-
menn á sameiginlegan fulltrúafund í
hverju búnaðarsambandi. Þar sem fleiri
sýslufélög eru í sama búnaðarsambandi er
stjórn sambandsins þó heimilt að láta
hvert sýslufélag fyrir sig halda fulltrúa-
fund.
4. gr.
Stjórnir búnaðarsambandanna boða til
þessara funda samkvæmt 3. gr. Á fundum
þessum skulu kosnir 2 fulltrúar fyrir hvert
sýslufélag til þess að mæta á aðalfundi
Stéttarsambands* bænda. Kosningin gildir
til tveggja ára. Skulu fara fram hlutfalls-
kosningar sé þess óskað. Búnaðarfélög
kaupstaða hafa rétt til þess að senda full-
trúa á fund í aðliggjandi sýslu. Þó skal
Búnaðarfélagi Vestmannaeyja heimilt að
kjósa einn fulltrúa beint á aðalfund Stétt-
arsambandsins. Búnaðarsamböndin bera
kostnað af fulltrúafundum hvert á sínu
sambandssvæði.
5. gr.
Á fuhtrúafundum búnaðarsambandanna
skal, auk kosninga fulltrúa á aðalfund
Stéttarsambandsins, ræða verðlagsmál
landbúnaðarvara og önnur hagsmunamál
bændastéttarinnar og gera ályktun úm
þau mál eftir því sem efni standa til.
6. gr.
Stéttarsamband bænda skal halda aðal-
fund í sept. til nóv. ár hvert, og aukafundi
þegar framkvæmdastjórn telur þurfa eða
% hlutar Stéttarsambands-fulltrúa óska
þess.
7. gr.
Um kosningarétt og kjörgengi innan
Stéttarsambands bænda gilda sömu ákvæði
og um kosningu fulltrúa til Búnaðarþings.
8. gr.
Aðalfundur Stéttarsambands bænda kýs
5 menn í framkvæmdastjórn til tveggja
ára. Kjörgengir í framkvæmdastjórn eru
aðeins þeir menn, sem stunda landbúnað
eða gegna mikilvægum trúnaðarstörfum
í þágu bændastéttarinnar að dómi aðal-
fundar Stéttarsambandsins. Framkvæmda-
stjcrnin kýs sér sjálf formann.
Aðalfundur er lögmætur ef % hlutar
kjörinna fulltrúa mæta á fundinum.
9. gr.
Framkvæmdarstjórnin fer með mál
Stéttarsambandsins milli aðalfunda. Eru
ákvarðanir þess bindandi fyrir bænda-
stétt landsins í þeim málum, er um getur
í 2. gr. Framkvæmdastjórnin getur ráðið
framkvæmdastjóra. Um einstök atriði
framkvæmda skal semja reglugerðir, er
stjórn Búnaðarfélags íslands staðfestir til
bráðabirgða, en hljóta fullnaðarafgreiðslu
á aðalfundi.
10. gr.
Framkvæmdastjórnin semur árlega
skýrslu um störf sín, og skal hún lögð fyrir
aðalfund Stéttarsambandsins. Þá skal og
lagt fram yfirlit um kostnað við störf
Stéttarsambandsins.
11. gr.
Á aðalfundi Stéttarsambandsins skal
samþykkt fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö
ár. Áætlun þessi leggist síðan fyrir næsta
Búnaðarþing.Kostnaður við aðalfundStétt-
arsambandsins, svo og vegna starfa fram-
kvæmdastjórnar greiðist úr Búnaðarmála-