Úrval - 01.04.1983, Page 48

Úrval - 01.04.1983, Page 48
46 ÚRVAL Menn verða að skilja að örvhentir unglingar, sem kennt er að nota hægri höndina, verða ekki rétthentir. Það er aðeins hægt að breyta hreyfivenjum þeirra að vissu marki. Öll önnur sálræn hegðunareinkenni þeirra haldast óbreytt. Auk þess svara mörg börn, örvhent frá náttúrunnar hendi, ekki umbreytingum á hreyfihegðun. Þau munu skrifa með hægri hendinni með miklum erfiðleikum en nota vinstri höndina eftir sem áður til allra mikilvægra starfa. Meðal annarra röksemda gegn venjumyndun, einkanlega þeirra sem eru „algerlega” örvhentir, eru staðhæfingar um hugsanlegar afleiðingar af viðleitni foreldranna — að þær hindri eðlilega hæfileika barnsins, valdi taugaveiklun og jafn- vel tefji andlegan þroska þess. Ef börn eru neydd til þess að nota hægri höndina leiðir það tii afnáms vissra persónueinkenna þeirra. Ef barn, sem kýs frekar að nota vinstri höndina, bregst auðveldlega við því að nota þá hægri ætti að kenna því að skrifa með hægri hendi. Ef tilraunin gengur erfiðlega vegna þess að barnið er „fullkomlega” örvhent ætti að hætta við hana þar sem hún myndi áreiðanlega leiða til streitu. Fylgjendur þess að kenna örvhentum börnum að nota hægri höndina rökstyðja það jafnan með því að í okkar ,,hægrihandar”-heimi séu örvhentir ekki sérlega vel settir. Venjan ræður ríkjandi notkun hægri handar. Þetta á við um námstæki, handverkfæri, áhöld og vélar. Af þessum sökum munu örvhent börn þurfa að leggja á sig aukaerfiði sem getur leitt til óhóflegs tauga- og líkamlegs álags. Þetta eykur hið sálfræðilega vandamál. Barn sem skrifar með vinstri hendi vekur athygli allra og er oft strítt af rétt- hentum skólasystkinum sínun>. Það er af þessum sökum að örvhent þörn, sem hefur verið kennt að nota hægri höndina og draga þannig úr hinu stöðuga sálræna álagi, aðlagast betur hinu „hægrisinnaða” umhverfi. Það er rétt að þessar athuganir eru á ýmsan hátt rökréttar. En er ekki jafnskynsamlegt að reyna að gera hin- um örvhentu umhverfið þægilegra fremur en að reyna að breyta náttúr- legri hegðun þeirra? Fyrst þarf að rannsaka betur vísindalega i hverju það er fólgið að vera örvhentur, orsakir þess og af- leiðingar. Auk lækna, lífeðiis- fræðinga og sáifræðinga þurfa kenn- arar að taka þátt í þessari viðleitni. Allir barnalæknar, kennarar við barnaheimili og skóla og leið- beinendur hjá hinum ýmsu þjálfun- armiðstöðvum verða að hafa þekk- ingu á vandamálinu sem þeir að sjálfsögðu þurfa að miðia foreldrum allra örvhentra barna. Það er á okkar valdi að skapa skilyrði til þess að örvhentum verði gerð kleift að njóta þægilegs lífs í okkar ,,hægrihandar”-heimi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.